Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 4

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 4
11 TBL. 2011 587 Björn Zoéga Landspítali - niðurskurður eða hagræðing? Nú er komið að þeim mörkum að óhjákvæmilegt er að minnka þjónustu á spítalanum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu en meta aðstæður þannig að ekki verði hjá því komist að skerða framlög til spítalans enn frekar þótt það leiði til minni þjónustu en áður. 589 Gunnar Guðmundsson Sameinuðu þjóðirnar og ósmitnæmir sjúkdómar Stjórnvöld og alþjóðastofnanir hafa vanrækt hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, sykursýki og langvinna lungnasjúkdóma. Heil- brigðisyfirvöld ættu strax að ýta af stað tóbaksvarnaaðgerðum og búa til áætlanir gegn öðrum áhættuþáttum ósmitnæmra sjúkdóma. FRÆÐIGREINAR 591 Sindri Aron Viktorsson, Inga Lára Ingvarsdóttir, Kári Hreinsson, Martin Ingi Sigurðsson, Sólveig Helgadóttir, Þórarinn Arnórsson, Ragnar Danielsen, Tómas Guðbjartsson Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006: Langtímafylgikvillar og lifun Langtímafylgikvillar eru svipaðir og í öðrum rannsóknum, en eftirlitstími stuttur. Blæðingar eru fátíðari, en blóðsegarek og hjartaþelsbólga svipuð. Sjúkdómasértæk langtímalifun sjúklinganna var góð og fimm ára lifun sambærileg við þá sem ekki höfðu farið í aðgerð. Langtímaárangur lokuskiptaaðgerða telst því góður. 597 Steinunn H. Hannesdóttir, Ludvig Á. Guðmundsson, Erlingur Jóhannsson Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í atferlismiðaðri offitumeðferð Markmið þessarar rannsóknar var að skoða breytingar á holdafari, þreki, blóðþrýstingi, hvíldarpúlsi og líðan í þverfaglegri offitumeðferð. Skoðað var eigið mat þátttakenda í meðferðinni á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan og hvort tengsl væru við breytingar á holdafari og þreki. 591 María Sif Sigurðardóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Þórunn K. Guðmundsdóttir, Anna Birna Almarsdóttir Vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á Landspítala Öldruðum fjölgar hratt um allan heim. Framfarir í læknisfræði og þróun nýrra lyfja hafa stuðlað að auknum lífslíkum og æ fleiri náum háum aldri. Áttræðum og eldri fjölgar nú um 4% á hverju ári. Árið 2050 er búist við því að um það bil einn af hverjum fimm 60 ára og eldri verði 80 ára eða eldri. 613 Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Engilbert Sigurðsson, Jón Friðrik Sigurðsson Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum Hugræn atferlismeðferð (HAM, cognitive behavioral therapy) er tiltölulega útbreidd aðferð og mikilvægt fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk að kynnast hugmyndafræði hennar. HAM byggir á rökhyggju og skipulagi og er afmörkuð f tíma þar sem flestir meðferðarvísar við algengum geðröskunum, eins og þunglyndi og kvíða, gera ráð fyrir 10-20 viðtölum. 584 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.