Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 14

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 14
RANNSÓKN Til að komast hjá ævilangri blóðþynningu á eldri einstaklingum eru oftast settar lífrænar lokur í sjúklinga sem komnir eru yfir 65 ára aldur.17 Svo var einnig í þessari rannsókn, með einstaka undantekningum þó. Nokkrir eldri sjúklingar sem fengu gerviloku voru þegar á ævilangri blóðþynningarmeðferð af öðrum orsökum, til dæmis vegna gáttatifs eða sögu um lungnablóðrek. Einnig getur komið til greina að nota lífræna loku hjá yngri konum sem ekki vilja taka warfarín á meðgöngu þar sem lyfið getur valdið fósturskemmdum. Ending lífrænu lokanna er þó síðri í yngri sjúklingum og þessir einstaklingar geta þurft nýja aðgerð síðar á ævinni. Skurðdauði er þá tvöfalt hærri en við fyrstu opnu lokuskiptin.6 Blæðingatengd vandamál og blóðsegarek frá lokunum eru algengustu langtímafylgikvillamir og eru jafnframt á meðal þeirra hættulegustu.7 Tíðni beggja fylgikvilla er umtalsvert hærri hjá sjúklingum með gerviloku en blæðingar tengjast þá ævilangri blóðþynnandi meðferð.18 Oft eru þessi vandamál í öfugu hlutfalli, þannig að eftir því sem blæðingavandamál eru algengari er tíðni blóðsegareks lægri.19 Eftirlit með blóðþynningu er því mikilvægt og þá sérstaklega nákvæmt eftirlit með INR-mælingum. Þar sem tíðni alvarlegra blæðinga er tiltölulega lág hér á landi má leiða líkur að því að fyrirkomulag eftirlits með blóðþynningarmeðferð sé í góðum farvegi. Oftast þurfa sjúklingar að koma í mælingu á nokkurra vikna fresti. Sjúklingi er síðan tilkynnt niðurstaðan símleiðis og um leið gerð breyting á warfarínskammti ef við á. Erlendis er hins vegar sums staðar farið að notast við mælingar sem sjúklingar geta framkvæmt sjálfir heima hjá sér.20 Tíðni hjartaþelsbólgu reyndist sambærileg við aðrar rannsóknir þar sem hún er yfirleitt svipuð fyrir lífrænar lokur og gervilokur.5 Tíðni segamyndunar var mjög lág, sem skýrist sennilega af háu hlutfalli lífrænna loka í þessari rannsókn. Tíðni hjartadreps var 0,3/100 sjúklingaár og hjartabilunar 1,7/100 sjúklingaár. Skráning og mat á orsökum hjartadreps og hjartabilunar er flókin, meðal annars vegna kransæðasjúkdóms sem margir þessara sjúklinga eru með samhliða ósæðarloku- þrengslum. Því er erfitt að bera niðurstöður okkar saman við aðrar rannsóknir. Heildarlifun sjúklinganna ári eftir aðgerð reyndist vera 89,2% og 78,2% eftir fimm ár. Sjúkdómasértækar lífshorfur eftir eitt og fimm ár mældust 93,5% og 90,7%. Þetta er sambærileg lifun og í erlendum rannsóknum.5 Þegar leið á eftirfylgdartímann skárust lifunarkúrfa sjúklingaþýðisins og áætluð lifunarkúrfa sambærilegs hóps Islendinga. Það bendir til þess að dánartíðni þýðisins sé ekki frábrugðin dánartíðni íslendinga þegar líður frá lokuskiptum. Þetta er staðreynd þrátt fyrir aukna og viðbúna dánartíðni skömmu eftir aðgerðina (skurðdauði). Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst í sænskri rannsókn á öldruðum sem fengu lífræna loku með grind.21 Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra sjúkhnga sem gengust undir ósæðarlokuskipti hjá heilli þjóð á fimm ára tímabili. Aðeins þrír skurðlæknar framkvæmdu aðgerðimar og nákvæmar upplýsingar fundust um afdrif allra sjúklinganna nema sjö. Einnig telst styrkur að sjúklingar voru fundnir með leit í tveimur aðskildum skrám, sem minnkar líkur á því að einhverjir sjúklingar hafi ekki verið teknir með í rannsóknina. Fyrir utan að þessi rannsókn er afturskyggn og óslembuð er veikleiki hversu ófullkomnar upplýsingar um ómskoðun við eftirfylgd reyndust. Þannig vantaði upplýsingar hjá 50 sjúklingum en 34 þeirra höfðu að öllum líkindum aldrei farið í ómskoðun á hjarta eftir að þeir útskrifuðust af sjúkrahúsi. Hjá hinum 16 fundust ómsvör ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Eirtnig vantaði upplýsingar um meðalþrýstingsfall hjá 79% sjúklinga, bæði fyrir og eftir aðgerð, og því var einungis hægt að gefa upp hámarksþrýstingsfall. I heildina eru langtímafylgikvillar eftir ósæðarlokuskipti á Islandi svipaðir og í öðrum rannsóknum, en eftirlitstími er frekar stuttur. Áberandi er að blæðingar sem tengdust blóðþynnandi meðferð eru fátíðari, en tíðni blóðsegareks og hjartaþelsbólgu svipuð og erlendis. Sjúkdómasértæk langtímalifun sjúklinganna var góð og fimm ára lifun sambærileg við lifun íslendinga af sama aldri og kyni sem ekki höfðu farið í aðgerð. Langtímaárangur þessara aðgerða telst því góður, ekki síst þegar haft er í huga hversu alvarlegur lokusjúkdómurinn var fyrir aðgerð. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri á skurðdeild Landspítala og læknaritarar í Læknasetri fyrir aðstoð við öflun sjúkragagna. Auk þeirra fá hjartalæknar á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Læknasetrinu og Hjartamiðstöðinni þakkir fyrir veittar upplýsingar og aðgang að sjúklingagögnum. Loks fær Thor Aspelund tölfræðingur Hjartaverndar og dósent við Háskóla íslands þakkir fyrir aðstoð við lifunarútreikninga. 594 LÆKNAblaðið 2011/97 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.