Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.11.2011, Qupperneq 28
RANNSÓKN Tafla III. Meðalfjöldi lyfja eftir fjölda gæðavísa. Gæðavísunum er skipt i fjögur gæðavísabll. Fjöldi gæðavísa Meðalfjöldi lyfja Staðalfrávik 95% öryggisbil 0 4,97 3,11 4,69 - 5,25 1 7,76 3,26 7,33-8,19 2-3 8,46 3,78 7,81 -9,11 a4 11,28 3,94 10,45-12,11 (57,0%). Algengustu flokkar meðal karla voru flokkar C (82,2%), B (69,6%), N (52,8%) og A (53,3%). Áberandi kynjamunur var á notkun lyfja í flokkum N og B. Konur notuðu fleiri lyf úr flokki N, en karlar notuðu fleiri lyf úr flokki B. Við innlögn voru konur líklegri til að hafa gæðavísi en karlar. Hlutfall sjúklinga með einn eða fleiri gæðavísi var 48,4% (konur 56,2%, karlar 39,9%). Við innlögn voru 43,8% kvenna og 61,0% karla án gæðavísis og voru því líklega að nota lyf sem talin eru hæfileg. Hlutfallið fór síðan lækkandi hjá báðum kynjum þegar fjöldi gæðavísa jókst. Mestur fjöldi gæðavísa á mann var átta en þrír einstaklingar voru með þann fjölda gæðavísa. Á öllum aldursbilum (70-74 ára, 75-79 ára, 80-84 ára og 85 ára og eldri) voru flestir með engan gæðavísi. Hlutfall sjúklinga fór síðan minnkandi þegar fjöldi gæðavísa jókst og á það við öll aldursbilin. Tölfræðilega marktækur munur reyndist vera á milli aldursbila hvað varðar fjölda gæðavísa (p=0,010). Þeir sem voru á aldursbilinu 85 ára og eldri voru líklegri til að hafa einn eða fleiri gæðavísa. Tafla II sýnir fjölda sjúklinga með gæðavísa eftir kyni. í sex af 15 gæðavísum var tölfræðilega marktækur munur milli kynja. Konur voru oftar með fimm af þessum sex gæðavísum. Algengasti gæðavísir hjá báðum kynjum voru svefnlyf (41,0% kvenna, 24,8% karla). Tafla III sýnir meðalfjölda lyfja eftir fjölda gæðavísa. Gæða- vísunum er skipt í fjögur gæðavísabil í samanburðinum. ANOVA- próf sýndi að tölfræðilega marktækur munur (F=117,6; p<0,001) var á milli allra gæðavísabilanna með tilliti til meðalfjölda lyfja, nema þegar einn gæðavísir var borinn saman við tvo til þrjá gæðavísa (p=0,339). Tafla IV sýnir niðurstöður tvíundargreiningar á sambandi aldurs, kyns og fjölda lyfja við líkur á að hafa einn eða fleiri gæðavísa. Allar óháðu breyturnar, aldur, kyn og fjöldi lyfja, hafa tölfræðilega marktækan stuðul. Helmingi minni líkur eru á að karlar séu með gæðavísi (OR=0,497) ef leiðrétt er fyrir aldri og fjölda lyfja. Fyrir hvert aldursár eru um það bil 3% hærri líkur Tafla IV. Tviundargreining á sambandi aidurs, kyns og fjölda lyfja við likur á að hafa gæðavísi. Breytur Stuðull p-gildi OR Aldur í árum 0,030 0,012 1,031 Karlkyn - 0,699 0,000 0,497 Fjöldi lyfja við innlögn 0,325 0,000 1,384 Fasti -4,366 0,000 0,013 X2 (p-gildi) 263,522 (p = 0,000) N 913 Nagelkerke R square 0,334 á að hafa gæðavísi (OR=1,031) þegar leiðrétt hefur verið fyrir kyni og fjölda lyfja. Líkur á að hafa gæðavísi aukast um 40% fyrir hvert lyf sem bætist við fjölda lyfja (OR=l,384) eftir að leiðrétt er fyrir kyni og aldri. Kí-kvaðrat próf sýndi fram á að líkanið var tölfræðilega marktækt (p<0,001). Einnig var námundað R2 (Nagelkerke R square) ekki lágt (0,334), sem gefur til kynna að líkanið geti skýrt að nokkrum hluta líkurnar á því að vera með gæðavísi. Umræður Gæði lyfjameðferða meðal aldraðra hafa ekki verið rannsökuð að ráði á Islandi og hafa skilyrðagæðavísar fyrir lyfjameðferð við innlögn á sjúkrahús ekki verið skoðaðir áður með jafn víðtækum hætti og gert var í þessari rannsókn. Farið var yfir margar sjúkraskrár og eykur það styrk rannsóknar. Rafrænt skráningarkerfi hélt utan um gögn sem skráð voru í þar til gerðum gagnagrunni. Kerfið var einnig notað við úrvirtnslu gagnanna. Notkun skráningarkerfis dregur úr hættunni á mistökum við skráningu og úrvinnslu. Við innlögn voru konur á tölfræðilega marktækt fleiri lyfjum en karlar. I rannsókn sem gerð var á Islandi árið 1995 meðal 75 ára og eldri sem lögðust fyrirvaralaust inn á lyflækningadeildir Borgarspítalans, var meðalfjöldi lyfja hjá konum 5,8 lyf en 6,6 lyf hjá körlum.23 í samanburði við þessa rannsókn kemur í ljós að á þeim rúma áratug sem er á milli rannsóknanna hefur meðalfjöldi lyfja við innlögn hækkað meðal kvenna en er sambærilegur meðal karla. í rannsókn sem studdist við sænska lyfjagagnagrunninn fyrir einstaklinga 75-89 ára árið 2005 kom fram að konur voru oftar á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð (24,6% hjá konum, 19,3% hjá körlum). Þessi munur á kynjunum var einnig til staðar eftir að búið var að leiðrétta fyrir aldri, menntunarstigi og fjölda lyfja.19 í þessari rannsókn kom þessi kynjamunur einnig fram, en talsvert hærra hlutfall hjá báðum kynjum var með einn eða fleiri gæðavísi. Ástæðan fyrir hærra hlutfalli sjúklinga á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð í þessari rannsókn er líklega sú að sænska rannsóknin náði til alls þýðisins en þessi rannsókn tók aðeins til þeirra sem þurftu á innlögn að halda. Konur voru oftar með fimm af þeim sex gæðavísum þar sem tölfræðilega marktækur munur kom fram. Karlar höfðu oftar gæðavísinn „aspirín + warfarín". Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsóknar úr sænska lyfjagagnagrunninum en þar voru karlar oftar með gæðavísinn „hugsanlegar alvarlegar milliverkanir" sem samanstóð af lyfjasamsetningunum aspirín + NSAID, aspirín + warfarín og warfarín + NSAID.19 Gæðavísirinn „svefnlyf" var algengasti gæðavísirinn hjá báðum kynjum. Konur voru marktækt oftar með þennan gæðavísi. Fleiri konur en karlar kvarta undan svefnerfiðleikum og eykst algengi kvartana með hækkandi aldri. Algengi ávísana á svefnlyf eykst með hækkandi aldri og er ávísun á þessi lyf meiri hjá konum er körlum.20 í rannsókninni var gæðavísirinn „svefnlyf" skilgreindur sem N05C. í íslenskri rannsókn sem kannaði algengi geðlyfjanotkunar 70 ára og eldri í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins kom fram að 49,0% kvenna og 33,4% karla leystu út lyf í flokki N05C á íslandi árið 2006.24 Ástæðan fyrir því að lægra hlutfall Beggja kynja kom fram í þessari rannsókn 608 LÆKNAblaðið 2011/97 k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.