Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 44

Læknablaðið - 15.11.2011, Síða 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR árið 2009 þar sem kom skýrt fram hjá þeim sem svöruðu að meirihlutinn er sáttur við félagið sitt eins og það er. Þar kom einnig fram að um 90% telja mikilvægt að félagið standi að útgáfu Læknablaðsins. Mér finnst þetta mjög góð niðurstaða. Úrtölumennirnir sem blogga hvað mest á vef félagsins eru í miklum minnihluta." Nýr Landspitali Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og langstærsti vinnuveitandi lækna. Það er því eðlilegt að Læknafélag íslands láti sig málefni Landspítalans miklu varða og formaðurinn hafi skoðun á honum. „Það kom mér ekki á óvart að forstjóri spítalans skuli hafa lýst vonbrigðum sínum með fjárveitingar til stofnunarinnar á næsta ári. Þær eru enn minni en í ár og forstjórinn segir að það muni bitna á þjónustu við sjúklinga. Ég held að hann hafi misskilið hrapallega hvernig hlutirnir gerast og talið að hann yrði verðlaunaður fyrir að hafa hagrætt og skorið niður undanfarin ár með góðum árangri. Misskilningurinn felst í því að hann bjóst við að ráðamenn myndu hlusta á hann þegar hann segði: hingað og ekki lengra. Það er líka eðlilegt að fólk spyrji hvernig hægt sé að byggja nýjan spítala fyrir tugi milljarða þegar ekki eru til peningar til að reka stofnunina. Svarið felst í reikningskúnstum í kringum fjárlögin." Birna segist sammála þeirri grundvallarskoðun að starfsemi Landspítalans eigi að vera á einum stað. „Það er óumdeilanlegt frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Það kemur hins vegar læknisfræði lítið við hvar hann er settur niður. Á hinn bóginn er það stór galli á vinnumhverfi íslenskra lækna að hér sé einn svona risastór spítali. En til að geta búið við það og um leið haldið þeirri hugmynd á lofti að hér sé eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi þurfum við að gefa íslenskum læknum svigrúm til að starfa að hluta erlendis. Annars lendum við þar sem við erum landfræðilega í heiminum, mitt á milli Grænlands og Færeyja. Island er útnári í Evrópu. Þrjú hundruð þúsund manns er mjög lítið undirlag fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu á 21. 624 LÆKNAblaðið 2011/97 Síðasta stjórnarfimd Birnu sátu Anna K. Jóhannsdóttir ritari, Ásdís Björk Ármannsdóttir, Ragnar Victor Gunnarsson, Valgerður Rúnarsdóttir varaformaður og Orri Þór Ormarsson, auk Daggar Pálsdóttur lögfræðings LÍ. öldinni. Þess vegna verðum við að leyfa læknunum okkar að vera í hlutastarfi erlendis. Forstjóri Landspítalans hefur gert sér grein fyrir þessu og leyfir læknunum að fara á milli. Annars væri einfaldlega fátæklegra um að litast meðal starfandi sérfræðilækna á íslandi." Birna liggur ekki á þeirri skoðun sinni að vandi Landspítalans í dag liggi í sameiningarsögu Reykjavíkurspítalanna þriggja. „Það er í rauninni hreint hneyksli að spítalinn sé ekki löngu kominn undir eitt þak á þessum 20 árum sem liðin eru frá því byrjað var að sameina þá. Mín skoðun er sú að það væri hagkvæmast til lengri tíma litið að byggja algjörlega nýjan spítala á nýjum stað." Einkaspítalar Vandi Landspítalans er þó ekki eini vandi heilbrigðisþjónustunnar að mati Birnu. „Það hafa ýmsar hugmyndir verið á lofti um einkaspítala. Að mínu mati mun það stranda á tvennu. Til að hægt sé að bjóða fullkomna þjónustu á einkaspítala, til dæmis við liðskipti, þarf að vera til staðar alþjóðlega vottuð bráðaþjónusta. Fiún er ekki til hér. íslenska heilbrigðiskerfið hefur ekki fengið þessa vottun. Ekkert tryggingafélag í Evrópu eða Bandaríkjunum mun samþykkja að greiða fyrir aðgerð á einkaspítala á íslandi nema vottuð bráðaþjónusta sé fyrir hendi. í annan stað er það reynsla allra sem rekið hafa heilbrigðisþjónustu að fólk vill fá hana heima hjá sér. Það vill ekki fara á milli landa til þess. Þetta hefur komið skýrt fram innan landa Evrópusambandsins þar sem sjúkraskrárgrunnar hafa verið sameinaðir og fólki býðst að fara yfir landamæri til að sækja þjónustuna. Niðurstaðan er að í kringum 1% sjúklinga notfæra sér slíkt. Þetta segir okkur að ef við fáum ekki þjónustuna heima hjá okkur þá fáum við hana ekki. Og það undirstrikar enn frekar hversu mikilvægt er að hafa gott heilbrigðiskerfi og standa vörð um það." Að blómstra Birna segir að reynsla hennar af rekstri sjálfstæðs fyrirtækis í heilbrigðisþjónustu í tvo áratugi hafi sannfært sig um að þar sem því verður við komið sé heppilegra að þeir sem veiti þjónustuna reki hana sjálfir. Flún segir að skoðanakannanir meðal lækna bendi eindregið til þess að þeim sem eru í eigin rekstri líði betur í vinnunni. „Ástæðan er einföld, þeir ráða meiru um starf sitt og starfsumhverfi. Hér á landi er um þriðjungur lækna að einhverju leyti í sjálfstæðum rekstri. Það segir sitt. Eflaust eru fleiri sem myndu vilja það ef þeir gætu. En sannarlega er ekki allt fólk eins, og því finnst mér að hvort tveggja eigi að vera í boði og fólk geti valið sér starfsumhverfi eftir því sem því hentar best. Við hvaða aðstæður blómstrar fólk? Það hlýtur að vera mikilvæg spurning," segir Birna Jónsdóttir sem stendur uppúr formannsstóli Læknafélags íslands sátt við sinn hlut en hefur þó engan veginn lagt niður vopnin í baráttunni fyrir bættum kjörum og betri þjónustu. „Og þá er ég að tala um bæði lækna og sjúklinga." i Mynd: Védís
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.