Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 49

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 49
LANDSPÍTALINN og Vatnsmýrarsvæðinu. Þá lýsti hann skipulagi spítalans eftir fyrsta áfanga og seinni áfanga og hugmyndum um nýtingu eldri bygginga. Páll Torfi Önundarson yfirlæknir á Landspítala kynnti hugmyndir sínar um að byggja spítalann upp á norðurhluta Landspítalalóðarinnar. Með því fengist meiri samþjöppun í starfsemina með meiri hagkvæmni og betri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Páll taldi einnig að ásýnd borgarinnar yrði fallegri með þessum valkosti. Örn Þór Halldórsson arkitekt rifjaði upp álit erlendu ráðgjafafyrirtækjanna Ementor og White-arkitekta um að spítalinn yrði byggður á lóð Borgar- spítalans í Fossvogi. Taldi hann að sú staðsetning væri heppilegri með tilliti til aðgengis að spítalanum og að auðveldara væri að byggja hann upp í áföngum. Einnig yrði betra að koma fyrir tengingum við það hús sem fyrir er og mundi það leiða til hagkvæmni þegar til lengri tíma væri litið. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur fjallaði um fjármálahlið verkefnisins og nefndi að ekki lægju fyrir núvirðisútreikningar fyrir verkefnið. Þá væri hæpið að reikna með því að rekstrarhagræðing borgaði upp byggingarkostnað eins og fullyrt hefur verið af yfirvöldum. Taldi hún þó ekki útilokað að verkefnið þætti það mikilvægt að farið yrði af stað þrátt fyrir það. Að loknum framsöguerindum voru fyrirspurnir og umræður. Ýmsar áhugaverðar ábendingar komu frá fundarmönnum sem voru um 120. Glærur frummælenda eru nú aðgengilegar á opnum vef Læknafélags íslands, www.lis.is Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, var meðal fundarmanna og flutti stutt ávarp í lok umræðna þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi verkefnisins. Það væri nú til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og að þeirri umfjöllun lokinni gæfist kostur á að gera athugasemdir. Síðan færi málið til Alþingis til afgreiðslu á vormisseri 2012. fea Sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslulækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum við svæfinga- og gjörgæsludeildir Sjúkrahússins á Akureyri, minna starfshlutfall kemur til greina. Staðan veitist frá 1. janúar 2012 eða eftir samkomulagi. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Starfinu fylgir þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknarvinnu og sjúkraflugsvöktum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Næsti yfirmaður sérfræðings er forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæsludeilda FSA. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðuneytisins. Nánari upplýsingar gefa Girish Hirlekar, forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar í sima 4630100, girish@fsa.is og Siguróur E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 4630100, ses@fsa.is Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2011. Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eða á netfang starf@fsa.is, á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknum skulu fylgja itarlega upplýsingar um nám og starfsferil ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2011/97 629

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.