Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 82

Læknablaðið - 15.11.2011, Side 82
LJÓSMYNDIR LÆKNIS Bjarni jónsson (1909-1999) yfirlæknir á Landakoti. Á Landakoti 1968 Ársæll Jónsson öldrunarlæknir arsaell@simnet.is Systir Cabriellafylgist með. í bók dr. Bjarna Jónssonar Á Ltmdakoti (1990) er mynd með heitinu „Aðgerð vegna brots á lærleggjarhálsi á Landkoti" frá árinu 1955. Dr. Bjarni og prófessor Snorri Hallgrímsson hafa trúlega fyrstir lækna á íslandi gert þessar aðgerðir. í bókinni rekur dr. Bjarni eldri viðhorf lækna að forðast að opna beinbrot en nota gifsspelkur og rúmlegu, gjarnan í sex vikur. Síðar kom í ljós að rúmlegan gat orsakað segarek og legusár. Margir lifðu það ekki af, einkum eldra fólk. Það varð því meiriháttar bylting þegar farið var að skeyta brot saman í skurðaðgerð. Það þýddi að hægt var að koma sjúklingnum fyrr á fætur. Lærleggshálsbrot voru síðar nefnd mjaðmarbrot. Það er þjália og til samræmis við að „femoral neck fracture'' og „collum fracture" var einfaldað í „hip fracture". (Bæklunarlæknar nota nánari flokkun sem bera með sér ólíka meðferð og áhættu.) Á einni myndanna er óþekktur skurðstofuhjúkrunarfræðingur að aðstoða dr. Bjarna í aðgerð og systir Gabriella fylgist með. Systir Gabriella var smávaxin kona með mikla útgeislun, sem sló strax á kvíða sjúklinga svo um munaði. Hún passaði líka uppá stundvísi læknanna. Á mynd III Myndirnar tók Ársæll Jónsson í júní 1968 þegar hann var aðstoðarlæknir á Landakoti. er dr. Bjarni að skoða röntgenmynd af leiðarapinnum, sem lagðir voru áður en aðalgaurinn var negldur. Þess má geta að doktorstitill Bjarna festist rækilega við hann vegna þess að nunnurnar notuðu hann alltaf með nafni hans. 662 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.