Læknablaðið - 15.12.2012, Qupperneq 19
SJÚKRATILFELLI
Hjartastopp hjá unglingsstúlku
- sjúkratilfelli
Valentínus Þ. Valdimarsson1 læknir, Girish Hirlekar5 læknir, Oddur Ólafsson5læknir, Gylfi Óskarsson4 læknir, Hróðmar Helgason4 læknir, Sigurður
E. Sigurðsson4læknír, Hildur Tómasdóttir' læknir, Kristján Eyjólfsson3læknir, Tómas Guðbjartsson2'6læknir
ÁGRIP
Hjartastopp er sjaldgæft hjá börnum og unglingum. Lýst er 12 ára stúlku
sem fór í hjartastopp eftir brátt hjartadrep þar sem beita varö langvarandi
hjartahnoði og hjarta- og lungnavél til að bjarga lífi hennar. Við kransæða-
þræðingu vaknaði grunur um flysjun í vinstri kransæðarstofni og var því
komið fyrir kransæðastoðneti. Samdráttur hjartans lagaðist og var hjarta-
og lungnavélin aftengd viku síðar. Hún útskrifaðist heim en hálfu ári síðar
sást endurþrenging í stoðnetinu og var því gerð kransæðahjáveituaðgerð.
Á tölvusneiðmyndum sást að um meðfæddan galla var að ræða þar sem
vinstri kransæðarstofn átti upptök frá hægri ósæðarbolla í stað þess
vinstra. Tilfellið sýnir að kransæðamissmíð getur valdið lífshættulegu
hjartadrepi.
Tilfelli
’Svæfinga- og
gjörgæsludeild, 2hjarta-
og lungnaskurðdeild,
3hjartadeild Landspítala,
“Barnaspítala
Hringsins, 5svæfinga-
og gjörgæsludeild
Sjúkrahússins á Akureyri,
6læknadeild Háskóla
íslands.
Fyrirspurnir:
Valentínus
Valdimarsson
valentva@
landspitali.is
Greinin barst
3. júlí 2012,
samþykkt til birtingar
7. nóvember 2012.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Hraust 12 ára gömul stúlka var stödd á sundæfingu
þegar hún fann skyndilega fyrir mæði og kastaði upp.
Hún var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) og átti þá
erfitt með öndun en gat talað. Á bráðamóttöku mældist
blóðþrýstingur 90/45 mmHg, púls 70 slög á mínútu og
súrefnismettun 100% með 10 L/mín af súrefni á maska.
Á lungnamynd sáust dreifðar íferðir (mynd 1) og hjarta-
línurit sýndi tíð ofansleglaslög og hægri öxulbreytingar,
en ekki ST-breytingar. Fyrsta mæling á CK-MB í sermi,
sem gerð var 45 mínútum eftir að einkenni hófust, var
eðlileg (5,1 pg/L, eðlilegt gildi <7 pg/L) og sömuleiðis
Trópónín T (<0,01 ug/L, eðlilegt gildi <0,01 ug/L) (mynd
2).
Einni og hálfri klukkustund eftir komu á SA versnaði
öndun stúlkunnar og hún var barkaþrædd. Kom ljós-
rauður froðukenndur vökvi úr barkarennunnni. í fyrstu
vaknaði grunur um ásvelgingarlungnabólgu og voru
henni gefin sýklalyf í æð, bólgueyðandi sterar og þvag-
Mynd 1. Röntgenmynd aflungum við komu á Sjúkrahús Akureyrar.
ræsilyf. Ákveðið var að fá tölvusneiðmyndir af lungum
en á röntgendeildinni fór hún skyndilega í hjartastopp
með sleglahraðtakti. Hafin var endurlífgun og henni
gefin samdráttarhvetjandi lyf í æð (adrenalín, nor-
adrenalín, levosimendan, phenylephrine, vasopressin).
Náðist hún í sinustakt klukkutíma síðar og voru þá
fengnar tölvusneiðmyndir (án skuggaefnis) sem sýndu
dreifðar þéttingar í lungum líkt og við brátt andnauðar-
heilkenni (acute respiratory distress syndrome, ARDS).
Einnig var gerð ómskoðun á hjarta sem sýndi verulega
skertan samdrátt vinstra slegils og mældist útfallsbrot
(ejection fraction, EF) undir 10% (eðlilegt 55-70%). Vegna
lágs blóðþrýstings varð að beita hjartahnoði með stutt-
um hléum næstu þrjár klukkustundirnar en síðan varð
ástand hennar stöðugra.
Ákveðið var að senda stúlkuna með sjúkraflugi á
Landspítala en á leiðinni þurfti aftur að beita hjarta-
hnoði tímabundið í nokkur skipti vegna hægatakts og
lágs blóðþrýstings. Við komu á Landspítala var hún
færð rakleiðis á hjartaskurðstofu. Meðan á hjartahnoði
stóð var hún tengd við ECMO-dælu (extracorporeal
metnbraneous oxygenation) sem er afbrigði af hjarta- og
lungnavél. Slöngum fyrir dæluna var komið fyrir í
innri hóstarbláæð (internal jugular vein, 17 Fr) og hægri
0 20 40 60 80 100
Tími frá byrjun einkenna (klst)
Mynd 2. Trðpónín T mælingar ísermi (ug/L) (eðlilegt gildi <0,01 ug/L).
LÆKNAblaðið 2012/98 647