Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 40

Læknablaðið - 15.12.2012, Side 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Kennsla læknanema í Hong Kong Sigurbergur Kárason skarason@landspitali.is Sigurbergur Kárason, dósent HÍ, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, hann er í ritstjórn Læknablaðsins Alma D. Möller Kári Hreinsson Um nokkurt skeið hefur verið áhugi meðal þeirra sem taka þátt í kennslu í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítala að endurskoða fyrirkomulag við kennslu og nám læknanema og deildarlækna. Reyndar hafa læknanemar kosið námskeiðið í svæfinga- og gjör- gæslulækningum besta námskeið lækna- deildar tvívegis á seinustu 8 árum, síðast veturinn 2008-2009. Það hefur því verið vel heppnað og á eflaust einhvern þátt í því að deildarlæknastöður á svæfingu hafa verið vinsælar og nokkur fjöldi er erlendis í framhaldsnámi í sérgreininni. Námskeið læknanema hefur verið byggt upp á hefðbundnum fyrirlestrum og tveggja vikna verklegu námi ásamt verk- efnavinnu og munnlegu prófi í lokin. Deildarlæknar dvelja styst 6 mánuði við deildina en þeir sem ætla í sérnám eru við deildina í eitt til tvö ár áður en þeir halda utan. Meðan á dvöl þeirra stendur taka þeir ríkulegan þátt í klínískum störfum og sækja fyrirlestra einu sinni í viku. Eitt af því sem þó hefur vantað upp á við námið eru tækifæri og aðstaða til hermikennslu. Margir hafa bent á skort á slíkri aðstöðu en kostnaður og húsnæðis- leysi hafa hamlað úrbótum. Slíkt verk- efni gæti þó verið sameiginlegt með HÍ og Landspítala, enda myndu báðir aðilar njóta góðs af. Kennsla nema á heilbrigðis- vísindasviði yrði þannig áhugaverðari og raunverulegri og skilaði betur þjálfuðum starfsmönnum til spítalans og annarra heilbrigðisstofnana. Einnig myndi slíkur búnaður ekki síður nýtast til viðhalds- og framhaldsnáms hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Allt þetta myndi stuðla að auknu öryggi sjúklinga sem æ meiri áhersla hefur verið lögð á hin seinustu ár. BASIC-námskeiðin Það vakti því athygli Ölmu Möller og Kára Hreinssonar sem sóttu norrænt þing svæfinga- og gjörgæslulækna fyrir ári þegar þau heyrðu prófessor Charles Gomersall kynna BASIC-námskeið fyrir deildarlækna í sérnámi sem hann hefur þróað í samvinnu við prófessor Gavin Joynt og fleiri við Chinese University of Hong Kong, en þar starfa þeir við Prince of Wales Hospital. Charles er menntaður í Bretlandi og Gavin í Suður-Afríku en báðir hafa þeir starfað lengi í Hong Kong. BASIC stendur fyrir Basic Assessment & Support in Intensive Care og lýtur að greiningu og meðferð bráðveikra sjúklinga á sjúkra- húsi, á bráðamóttökum, legudeildum og Yfirlitsmynd afHong Kongfrá The Peak, hæsta tindi á Hong Kong-eyju, yfir á meginlandið. Undirlendi erekki mikið og því mikið afháhýsum en á milli gróðurvaxnar hæðir (SK). 668 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.