Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2012, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.12.2012, Qupperneq 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Kennsla læknanema í Hong Kong Sigurbergur Kárason skarason@landspitali.is Sigurbergur Kárason, dósent HÍ, yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, hann er í ritstjórn Læknablaðsins Alma D. Möller Kári Hreinsson Um nokkurt skeið hefur verið áhugi meðal þeirra sem taka þátt í kennslu í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítala að endurskoða fyrirkomulag við kennslu og nám læknanema og deildarlækna. Reyndar hafa læknanemar kosið námskeiðið í svæfinga- og gjör- gæslulækningum besta námskeið lækna- deildar tvívegis á seinustu 8 árum, síðast veturinn 2008-2009. Það hefur því verið vel heppnað og á eflaust einhvern þátt í því að deildarlæknastöður á svæfingu hafa verið vinsælar og nokkur fjöldi er erlendis í framhaldsnámi í sérgreininni. Námskeið læknanema hefur verið byggt upp á hefðbundnum fyrirlestrum og tveggja vikna verklegu námi ásamt verk- efnavinnu og munnlegu prófi í lokin. Deildarlæknar dvelja styst 6 mánuði við deildina en þeir sem ætla í sérnám eru við deildina í eitt til tvö ár áður en þeir halda utan. Meðan á dvöl þeirra stendur taka þeir ríkulegan þátt í klínískum störfum og sækja fyrirlestra einu sinni í viku. Eitt af því sem þó hefur vantað upp á við námið eru tækifæri og aðstaða til hermikennslu. Margir hafa bent á skort á slíkri aðstöðu en kostnaður og húsnæðis- leysi hafa hamlað úrbótum. Slíkt verk- efni gæti þó verið sameiginlegt með HÍ og Landspítala, enda myndu báðir aðilar njóta góðs af. Kennsla nema á heilbrigðis- vísindasviði yrði þannig áhugaverðari og raunverulegri og skilaði betur þjálfuðum starfsmönnum til spítalans og annarra heilbrigðisstofnana. Einnig myndi slíkur búnaður ekki síður nýtast til viðhalds- og framhaldsnáms hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Allt þetta myndi stuðla að auknu öryggi sjúklinga sem æ meiri áhersla hefur verið lögð á hin seinustu ár. BASIC-námskeiðin Það vakti því athygli Ölmu Möller og Kára Hreinssonar sem sóttu norrænt þing svæfinga- og gjörgæslulækna fyrir ári þegar þau heyrðu prófessor Charles Gomersall kynna BASIC-námskeið fyrir deildarlækna í sérnámi sem hann hefur þróað í samvinnu við prófessor Gavin Joynt og fleiri við Chinese University of Hong Kong, en þar starfa þeir við Prince of Wales Hospital. Charles er menntaður í Bretlandi og Gavin í Suður-Afríku en báðir hafa þeir starfað lengi í Hong Kong. BASIC stendur fyrir Basic Assessment & Support in Intensive Care og lýtur að greiningu og meðferð bráðveikra sjúklinga á sjúkra- húsi, á bráðamóttökum, legudeildum og Yfirlitsmynd afHong Kongfrá The Peak, hæsta tindi á Hong Kong-eyju, yfir á meginlandið. Undirlendi erekki mikið og því mikið afháhýsum en á milli gróðurvaxnar hæðir (SK). 668 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.