Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 17

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 17
RANNSÓKN Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á íslandi 2000-2009 Áslaug Baldvinsdóttir læknanemi1, Jens A. Guðmundsson læknir12, Reynir Tómas Geirsson læknir12 ÁGRIP Inngangur: Utanlegsþykkt getur verið lífshættulegt sjúkdómsástand og meðhöndlun hennar hefur tekið breytingum undanfarna tvo áratugi. Til- gangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi og meðhöndlun utanlegs- þykktar á (slandi á áratugnum 2000-2009. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað um öll greind tilvik utan- legsþykktar, meðferðarstað, meðferðartegund og legutíma. Nýgengi var reiknað miðað við fjölda skráðra þungana á almanaksári (n/1000), fjölda kvenna á frjósemisaldri 15-44 ára (n/10000) og 15 ára aldurshópum. Breytingar á nýgengi, meðferð, aðgerðartækni og legutíma voru kannaðar. Gerður var samanburður á 5 ára tímabilunum 2000-2004 og 2005-2009. Niðurstöður: Fjöldi greindra utanlegsþykkta á 10 árum var 836, eða 444 árin 2000-2004 og 392 árin 2005-2009. Meðaltal nýgengis var 15,6/1000 skráðar þunganir, eða 12,9/10000 konur á ári. Lækkun var á nýgengi allt tímabilið og milli 5 áratímabila úr 17,3 í 14,1/1000 þunganir (p=0,003) og 14,1 í 11,7/10000 konur á ári (p<0,01). Skurðaðgerð var fyrsta meðferð hjá 94,9% kvenna, en 3,2% fengu metótrexat og 1,9% biðmeðhöndlun. Hlut- fall aðgerða lækkaði úr 98,0% í 91,3% milli 5 ára tímabila samhliða aukinni notkun lyfjameðferðar (0,4% í 6,4%, p<0,0001). Hlutfall kviðsjáraðgerða jókst milli 5 ára tímabila á öllu landinu úr 80,5% í 91,1% (p<0,0001); á Landspítala úr 91,3% í 98,1 % (p<0,001) og á sjúkrastofnunum á lands- byggðinni úr 44,0% í 69,3% (p<0,001). Meðallega eftir opna skurðaðgerð var 3,2 dagar en eftir kviðsjáraðgerð 0,9 dagar. Ályktanir: Nýgengi utanlegsþykktar hefur lækkað eins og í nálægum löndum. Meðhöndlun hefur breyst með aukinni notkun kviðsjáraðgerða í stað opinna skurðaðgerða og tilkomu metótrexat-lyfjameðferðar. 'Læknadeild Háskóla Islands, 2kvennadeild, kvenna- og barnasviði, Landspítala. Fyrirspurnir: Jens A. Guðmundsson jens@landspitali.is Skammstafanin p-hCG: Beta-undireining hormónsins: human chorionic gonadotropin IU: Intemational units MTX: Metótrexat Greinin barst 21. júnl 2013, samþykkt til birtingar 4. nóvember 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Nýgengi utanlegsþykktar jókst um allan heim frá árun- um kringum 1970 og fram yfir 1990 og tvö- til fjórfaldað- ist í Evrópu og á Norðurlöndunum!'4 Á íslandi sást sama þróun fram til ársins 1992, með aukningu úr 6,3/1000 skráðar þunganir 1968-1972 í um 31,1/1000 árið 1992, sem var nær fimmföld aukning.5-6 Á síðustu tveimur áratugum hefur nýgengið víðast hvar farið lækkandi!A47 eða staðið í stað.8 Veigamestu áhættuþættirnir eru vefjaskemmdir í eggjaleiðara eftir bólgusjúkdóm, fyrri utanlegsþykkt eða skurðaðgerðir í grindarholi, og sköpulagsfrábrigði á eggjaleiðara.9 Nýgengisaukningin tengdist háu nýgengi eggjaleiðarabólgu 5-15 árum áður.4-7 Eftir klamýdíu- sýkingu tvöfaldast áhættan!0 Getnaðarvarnanotkun minnkar líkurnar en bregðist lykkjan er aukin hætta á bólfestu í eggjaleiðara eða á eggjastokk!1 Ófrjósemi tengist eggjaleiðaraskemmdum og hættan eykst við tæknifrjóvgun og notkun frjósemislyfja.9 Ef utanlegsþykkt er ekki greind og meðhöndluð nægilega snemma getur orðið rof á bólfestulíffærinu og lífshættulegt ástand skapast sökum innvortis blæð- inga. Síðastliðna tvo áratugi hafa miklar framfarir orðið í greiningu, sem nú má oftast fá án aðgerðar með ómskoðun um leggöng og magnbundnum (quantitative) (3-hCG hormónamælingum í sermi!243 Áður fékkst greiningin sjaldnast fyrr en rof hafði orðið og eini með- ferðarmöguleikinn var þá opin skurðaðgerð!4 Með nútímagreiningartækni má meðhöndla konur áður en rof verður og með fleiri meðferðarúrræðum, svo sem kviðsjáraðgerð og lyfjameðferð með metótrexati (MTX). Eftirfylgni án inngrips (biðmeðhöndlun, expectant management) getur komið til álita ef talið er líklegt að þungunarvefurinn muni hverfa af sjálfu sér og koma má við eftirfylgd með lækkandi þ-hCG mælingum!5 Kviðsjáraðgerð á utanlegsþykkt var fyrst lýst árið 1977/6 en á íslandi var slík aðgerð fyrst framkvæmd árið 1985 af Auðólfi Gunnarssyni (munnleg heimild, Jens A. Guðmundsson, 2012). Kviðsjáraðgerð er nú aðalmeð- ferðin, hvort sem eggjaleiðari er rofinn eða órofinn,17 enda blóðmissir minni, aðgerðar- og legutími styttri og meðferðin ódýrari en opin skurðaðgerð!8 Fjarlægja má utanlegsþykktina án þess að taka eggjaleiðarann með því að mjólka þungunarvefinn út um eggjaleiðaraopið eða gera skurð í eggjaleiðarann (linear salpingotomy) og plokka og mjólka vefinn út. Öruggast er að taka eggja- leiðarann með utanlegsþykktinni (salpingectomy), en ef eggjaleiðari er skilinn eftir er aukin hætta á annarri utanlegsþykkt!9-20 Viðvarandi utanlegsþungun er þekkt vandamál ef ekki tekst að fjarlægja fósturvefinn að öllu leyti,13-18-21 en fyrirbyggjandi MTX-meðferð innan 24 klukkustunda frá aðgerð minnkar líkur á þessu.22 LÆKNAblaðið 2013/99 565

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.