Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 25

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 25
SJÚKRATILFELLI Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum Tvö sjúkratilfelli Lúther Sigurðsson læknir1, Úlfur Agnarsson læknir2-3 Ari V. Axelsson læknir3 ÁGRIP Rauðkyrningabólga í vélinda er tiltölulega nýr sjúkdómur, fyrst lýst 1978, en hefur hlotið aukna athygli síðastliðinn áratug. (fyrstu aðallega í börnum og unglingum en síðan einnig í fullorðnum. (yngri börnum eru vanþrif og uppköst aðaleinkenni en I eldri börnum og fullorðnum kyngingarörðug- leikar, brjóstverkir og jafnvel þrengingar í vélinda. Tengsl eru sterk við ofnæmi og orsökin er oftast viðbrögð við ákveðnum fæðuflokkum. Greining rauðkyrningabólgu er fyrst og fremst byggð á vefjasýnum frá vélindaspeglun en einnig þurfa að vera til staðar einkenni sem samrýmast bólgunni og jafnframt þarf að útiloka bakflæði sem undirliggjandi orsök rauðkyrningabólgu. Bólgan þarf að vera einskorðuð við vélinda. Meðferð er að forðast ákveðnar fæðutegundir og stundum lyfjameðferð. ( þessari samantekt lýsum við ólíkum birtingarformum þessa sjúkdóms I tveimur börnum. Inngangur ’Barnadeild lækna- og lýöheilsuskóla Háskólans í Wisconsin, 2Barnaspítala Hringsins, 3Landspítala. Rauðkyrningabólga í vélinda (eosinophilic esophagitis) er sjúkdómur sem fyrst var lýst 1978’, og 1995 var lýst tengslum sjúkdómsins við ofnæmi. Rauðkyrningabólga í vélinda hefur fengið aukna athygli síðastliðinn áratug. I fyrstu var rauðkyrningabólgan rannsökuð í börnum og unglingum2'4 en síðan einnig í fullorðnum5 og er í auknum mæli þekkt ástæða kyngingarörðugleika og brjóstverkja í eldri börnum, og einnig orsök vanþrifa og uppkasta í ungum börnum. Fyrra tilfelli Fyrirspurnir: Lúther Sigurösson Isigurdsson @pediatrics. wisc.edu Greinin barst 28. júní 2013, samþykkt til birtingar 6. nóvember 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Þrettán ára stúlka leitaði á bráðamóttöku eftir að matar- biti stóð í henni. Hún lýsti því þannig að hann væri fast- ur í miðju brjósti. Hún var áður hraust en átti þó til að fá endurtekinn og þrálátan áblástur á varir og átti stundum erfitt með að kyngja. Við skoðun átti hún erfitt með að kyngja munnvatni og lét það leka út um munn. Einnig átti hún erfitt með tal. Skoðun á slímhúð í munni og koki, hlustun brjósthols og kviðskoðun voru eðlileg. Mynd- greining sýndi ótila á móts við hálslið 6. Stúlkan var vél- indaspegluð og kjötbiti fjarlægður en speglunarskýrsla lýsir hvorki slímhúð né voru sýni tekin. í framhaldi leit- aði stúlkan til sérfræðings í meltingarsjúkdómum barna vegna óþæginda í brjósti og kyngingarerfiðleika. Mynd- greining var framkvæmd og sýndi óeðlilega slímhúð á svæði C7 (hálsliður nr. 7) til Thl (brjóstholsliðsbolur nr. 1), lýst sem „þrengingu á 2 cm svæði með fyllingu á recessum í vélindaveggnum sem samræmdist útliti intramural esophagal pseudo-diverticulosis" ( mynd 1). Endurtekin vélinda- og magaspeglun sýndi eðlilega vítt vélinda án nokkurra þrengsla með línulaga hvítum útfellingum eftir endilöngu vélinda og einnig hringjum, og viðkvæmri slímhúð sem blæddi auðveldlega við sýnatöku (mynd 2). Sýni frá vélinda sýndi bólgu með áberandi íferð rauðkyrninga. Ofnæmisprufur, bæði húð- prufur og blóðprufur, voru neikvæðar nema væg svörun Mynd 1. Röntgenmynd afhluta vélinda, lýst semfyllingu á recessum í vélindaveggnum sem samræmdist útliti „intramural esophagal pseudo- diverticulosis". gegn jarðhnetum. Við meðhöndlun með innúðabark- sterum sem var kyngt hurfu kyngingarerfiðleikar en endurtekin speglun sýndi enn rauðkyrningabólgu, þó í minna mæli. Athyglisvert er að tíðni áblásturs á vörum minnkaði einnig. Tíu árum seinna er hún enn með ein- kenni og þarf að kyngja innúðasterum öðru hvoru. LÆKNAblaðið 2013/99 573

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.