Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 31

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Það er ekki hægt að búast við að starfsfólk Ualdi út við slíkar aðstæður nema tiltekinn tíma. Það er ekki mögulegt að Itugsa sér aðþetta sé varanlegt ástand," segir Páll Matthíasson setturforstjóri Landspítalans um þá stöðu sem þetta sjúkrahús allra landsmanna er komið í. ekki verður gengið lengra í að spara og að tími viðspyrnunnar sé núna." Spurningin er hvort Páll hafi eitt- hvað meira en bjartsýnina eina að vopni í viðleitni sinni til að blása von í brjóst starfsfólksins. „Já, ég hef rætt við ráðherra heilbrigðismála og fjármála, formenn og varaformenn fjárlaga- og velferðarnefndar, einnig langflesta þingmenn og það er alveg ljóst að það ríkir mikill skilningur á þörf spítalans fyrir aukið fé. Það er hins vegar flókið verkefni fyrir stjórnvöld að finna fjármunina og forgangsraða á nýjan leik, en hjá því verkefni verður ekki komist." Við þessar aðstæður má kannski segja að heldur bratt sé að ráðast í að gera Land- spítala að góðum vinnustað, sem Páll segir að sé ein af hans megináherslum. Páll seg- ir að fyrir utan persónulegan áhuga sinn á verkefninu sé spítalanum alger nauðsyn að bæta starfsanda og líðan starfsfólks. Stutt skref en mikilvæg í að ýta undir jákvæðni starfsfólks gagnvart spítalanum og stjórn- endum felast til dæmis í því að Páll afnam þá reglu að starfsmenn greiddu sjálfir fyrir kaffi í matsalnum. „Það var ansi hart fram gengið í sparnaðinum í kreppunni, til að reyna að forða uppsögnum, en það er nóg komið. Við verðum að efla traust starfs- fólks til spítalans og hluti af því eru ótal litlir hlutir sem skipta máli og sýna hugul- semi - því munum við halda áfram næstu mánuði. Eg ákvað einnig að taka upp aftur niðurgreiðslur á mat til nema í heilbrigðis- greinum hér á spítalanum þannig að þeir sitji við sama borð og starfsmenn." Treyst á góðvild almennings um lágmarksbúnað Þörf Landspítalans fyrir aukna fjármuni birtist á öllum sviðum rekstrar. „Við búum við undirliggjandi hallarekstur vegna aukins álags og hækkandi verðlags á lyfjum og lækninga- og hjúkrunarvörum. Síðan er endurnýjun tækja spítalans alveg kapítuli útaf fyrir sig en undanfarin 10 ár hafa gjafir félagasamtaka og einstaklinga stundum numið hærri fjárhæðum en framlag hins opinbera til tækjakaupa. Þetta er auðvitað ekki eðlilegt. Við eigum ekki að þurfa að reiða okkur á gjafafé til kaupa á grunntækjum, það á að fara í nýjungar og viðbótarhluti. Algengt við- mið hjá háskólasjúkrahúsum erlendis er að 3-5% af ársveltu sé eðlileg upphæð til tækjakaupa og endurnýjunar, en því marki hefur Landspítali aldrei náð. Jafnvel ekki þegar til hafa komið aukafjárveitingar af hálfu ríkisins. Endurnýjun tækja blasir við á öllum deildum spítalans og erfitt að þurfa að gera upp á milli þess hvað er brýnast." Landspítali gegnir margþættu hlut- verki sem kannski er ekki öllum ljóst. „Þetta er háskólasjúkrahús með skyldur á sviði kennslu og rannsókna. Land- spítalinn er þjóðarsjúkrahús, aðalsjúkra- hús landsins, því hann sinnir þriðja stigs eða mjög sérhæfðri heilbrigðisþjónustu sem önnur sjúkrahús geta ekki sinnt. Stór hluti af starfseminni er síðan annars stigs þjónusta, spítalinn er héraðssjúkrahús fyrir meirihluta landsmanna. Þetta er hvort tveggja eðlilegt. Hins vegar sinnir Landspítalinn líka að hluta fyrsta stigs þjónustu, heilsugæslu, en margt af því fólki sem kemur á bráðamóttökuna er með vandamál sem hefði verið hægt að leysa í heilsugæslunni. Þarna þarf að bæta úr og koma til meira samráð og samstarf við heilsugæsluna um lausn þeirra mála. Eitt af því sem við þurfum sífellt að vera að LÆKNAblaðið 2013/99 579

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.