Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2013, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.12.2013, Qupperneq 41
LYFJASPURNINGIN Er þörf á fyrirbyggjandi meðferð með prótónupumpuhemlum í háskammta- meðferð með sterum? Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupptýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Höfundar svara athugasemdum og spurningum frá lesendum um lyfjatengd efni. Miðstöð lyfjaupplýsinga barst fyrirspurn um það hvort þörf væri á fyrirbyggjandi meðferð með prótónupumpuhemlum í há- skammtameðferð með sterum, til dæmis við mænusiggi, 1000 mg af prednisóloni í æð á dag í 5 daga. Mismunandi verklag var á deildum, á einni deild fengu sjúk- lingar alltaf fyrirbyggjandi meðferð með prótónupumpuhemlum en á öðrum ekki. Á árinu 1992 birtist í British Medical Journnl grein með yfirskriftinni: „Steroid ulcers: a myth revisited"1. Þannig má segja að það viðhorf sumra lækna að sterar valdi magasári sé goðsögn sem er býsna lífsseig. Upphaflegar metaanalýsur2'3 sýndu fram á vissa áhættu á ætisárum samfara meðferð með sterum en komið hefur í ljós að í mörgum þeim rannsóknum, sem voru afturskyggnar, voru sjúklingar einnig á háum skömmtum af aspiríni.1 Tilfellavið- miðarannsókn í Bandaríkjunum sýndi hins vegar fram á að áhættan á ætisárum var bundin við sjúklinga sem voru bæði á sterum og bólgueyðandi gigtarlyfjum eða svonefndum NSAID-lyfjum sem eru vel þekkt fyrir þá aukaverkum að valda ætisárum. Sjúklingar sem voru eingöngu á sterum voru ekki í aukinni áhættu.4 Klínískar leiðbeiningar frá NICE (National Institute for Health and Care Excellence) fjalla um aukaverkanir stera og áhættu fyrir sjúklinga. Sjúklingar sem hafa fyrri sögu um magasár eða blæð- ingar í maga eða skeifugörn og sjúklingar sem einnig nota lyf sem auka hættu á blæðingum frá meltingarvegi, svo sem bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) og blóðþynningarlyf, geta hugsanlega verið í aukinni áhættu á ætisárum, sérstaklega ef um langtímameðferð eða endurtekna kúra er að ræða. I þeim tilvikum er rétt að íhuga fyrirbyggjandi meðferð með prótónupumpuhemlum (PPI), annars ekki.5 Rannsóknir sýna að prótónupumpu- hemlar eru virk og örugg lyf en að í tals- vert mörgum tilfellum eru þeir notaðir án þess að ábendingar séu réttar, jafnvel í 30- 40% tilvika. Auk þess virðist meðferð sem hafin er á sjúkrahúsi fylgja sjúklingnum við útskrift án þess að ástæða sé fyrir áframhaldandi meðferð, rannsóknir sýna allt að 69% tilvika.2 Þó rannsóknir hafi sýnt fram á öryggi þessara lyfja er langtímanotkun PPI-lyfja ekki án vandkvæða. Langtímanotkun getur leitt til ofseytingar gastríns og getur valdið meltingareinkennum, brjóstsviða og uppþembu (dyspepsíu) hjá heilbrigðum einstaklingum. Þá hemja PPI-lyf lifrarens- ímið CYP2D19 og geta þannig milliverkað klínískt mikilvægt við lyf sem umbrotna fyrir tilstuðlan þessa ensíms. Má nefna klópídógrel sem er blóðflöguhemjandi lyf og breytist í virkt umbrotsefni sitt fyrir til- stuðlan CYP2D19 og því geta PPI-lyf eins og ómeprasól mögulega dregið úr virkni klópídógrels. Þá hafa komið upp óvæntar sjaldgæfar aukaverkanir, svo sem milli- vefsbólga nýrna (interstiticil nephritis) vegna PPI-lyfja. Einnig má nefna fleiri sýkingar af völdum Clostridium difficile þó svo að ekki sé sannað að þar sé orsakasamband við PPI-lyf.7 Svar: Ekki er þörf á fyrirbyggjandi með- ferð með prótónupumpuhemlum í há- skammta sterameðferð nema að fyrir séu aðrir áhættuþættir, svo sem samhliða notkun bólgueyðandi gigtarlyfja eða blóð- þynningalyfja, fyrri saga um ætisár eða blæðing frá meltingarvegi. Heimildir 1. Guslandi M, Tittobello A. Steroid ulcers: a myth revisited. BMJ 1992; 304: 655-6. 2. Conn H, Blitzer BL. Nonassociation of adrenocorticoste- roid therapy and peptic ulcer. N Engl J Med 1976; 294: 473-9. 3. Messer J, Retman D, Sacks HS, Smith H, Chalmers TC. Association of adrenocorticosteroid therapy and peptic ulcer disease. N Engl J Med 1983; 309:21-4. 4. Piper JM, Ray WA, Daughterty JR, Griffin MR. Corticosteroid use and peptic ulcer disease: role of non- steroidal anti-inflammatory drugs. Ann Intem Med 1991; 114: 735-40. 5. Nice clinical knowledge summaries. Corticosteroids-oral. cks.nice.org.uk/corticosteroids-oral - nóvember 2013 6. Heidelbaugh JJ, Kim AH, Chang R, Walker PC. Ovemtilization of proton-pump inhibitors: what the clinician needs to know. Ther Adv Gastroenterol 2012; 5: 219-32. 7. McCarthy DM. Adverse effects of proton pump inhibitor dmgs: clues and conclusions. Curr Opin Gastroenterol 2010; 26: 624-31. Einar S. Björnsson meltingarlæknir og formaður lyflanefndar Landspítala einarsb@landspitali. is Er framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is conqress ^REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2013/99 589
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.