Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 42

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Viðbótarsamningur við Samninginn um mannréttindi og líflæknisfræði er varðar líflæknisfræðilegar rannsóknir Samningar Evrópuráðsins - Nr. 195 Formáli Aðildarríki Evrópuráðsins, önnur ríki og Evrópusambandið er undirrita þennan Viðbótarsamning við Samninginn um verndun mann- réttinda og mannlegrar reisnar við beitingu líffræði og læknisfræði, (sem hér eftir verður vitnað til sem „Samningurinn"): - álíta að markmið Evrópuráðsins sé að ná fram meiri einingu meðal aðildarríkjanna og að ein af aðferðunum sem beitt skal sé viðhald og efling mannréttinda og grundvallarfrelsis; - álíta að markmið Samningsins eins og það er skilgreint í fyrstu grein sé að vernda reisn og auðkenni allra manna og að tryggja öllum, án mismununar, virðingu fyrir sjálfræði og öðrum réttindum og grundvallarfrelsi, við beitingu líflæknisfræðilegra rann- sókna; - álíta að framfarir í læknisfræði, sérstaklega á sviði líflæknisfræðilegra rannsókna, stuðli að björgun mannslífa og auki lífsgæði; - eru meðvituð um að framfarir í lækna- og lífvísindum eru byggðar á þekkingu og uppgötvunum sem fengnar eru af nauðsyn- legum rannsóknum á mönnum; - leggja á það áherslu að slíkar rannsóknir eru oft þverfaglegar og fjölþjóðlegar; - taka mið af faglegum stöðlum í einstökum ríkjum og alþjóðlega og af fyrra starfi Ráðherranefndar og Ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins á þessu sviði; - staðhæfa að líflæknisfræðilega rannsókn sem gengur á svig við mannlega reisn og mannréttindi skuli aldrei framkvæma; - leggja áherslu á þá frumskyldu að vernda beri hverja manneskju sem tekur þátt í rannsókn; - staðhæfa að sérstaka vernd skuli veita þeim sem geta verið berskjaldaðar við þátttöku í rannsóknum; - viðurkenna að sérhver einstaklingur eigi rétt á því að samþykkja eða neita því að gangast undir líflæknisfræðilega rannsókn og að engan skuli neyða til að undirgangast slíka rannsókn; - binda fastmælum að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja mannlega reisn, grundvallarmannréttindi og frelsi við líflæknisfræðilegar rannsóknir; - hafa orðið ásátt um eftirfarandi: FYRSTI KAFLI - Gildissvið 1. grein (tilgcmgur) Aðilar þessa Viðbótarsamnings skulu vernda reisn og auðkenni allra manna og tryggja öllum, án mismununar, virðingu fyrir sjálfræði, öðrum réttindum og grundvallarfrelsi, við framkvæmd allra vísindarannsókna á heilbrigðissviði sem fela í sér íhlutun. 2. grein (gildissvið) 1. Viðbót þessi gildir um allar vísinda- rannsóknir á heilbrigðissviði sem fela í sér íhlutun í mannverur. 2. Viðbót þessi gildir ekki um rannsóknir á fósturvísum á rannsóknastofu. Hún gildir um rannsóknir á fóstrum og fósturvísum in vivo í móðurkviði. 3. í þessum Viðbótarsamningi nær heitið „íhlutun" til: i. líkamlegrar íhlutunar og ii. hverrar annarrar íhlutunar feli hún í sér hættu fyrir sálræna heilsu þess sem um ræðir. ANNAR KAFLI - Almenn ákvæði 3. grein (manngildi ofar öðru) Hagsmunir og velferð þess sem tekur þátt í rannsókn skulu vera fremri hagsmunum samfélags og vísinda. 4. grein (almenn regla) Frjálst skal vera að stunda rannsóknir og er það háð skilyrðum þessa Viðbótarsamn- ings sem og annarra lögskipaðra ákvæða, sem tryggja vernd mannsins. 5. grein (aðrir kostir eru ekkifyrir hendi) Rannsóknir á mönnum má því aðeins framkvæma að enginn sambærilegur kostur sé fyrir hendi. 6. grein (áhætta og kostir) 1. Rannsókn skal ekki fela í sér áhættu og álag fyrir þátttakanda sem er umfram hugsanlega kosti af henni. 2. Þar að auki, þegar rannsókn felur ekki í sér beinar hagsbætur fyrir heilbrigði þátttakandans, má því aðeins fram- kvæma slíka rannsókn, að í henni felist ekkert umfram viðunandi áhættu og viðunandi álag fyrir þátttakandann. Þetta skal ekki rýra ákvæðin í 15. gr 2:ii um vernd þeirra sem ekki eru hæfir til að veita samþykki fyrir rannsókn. 7. grein (samþykki) Rannsóknir má því aðeins framkvæma að rannsóknaráætlun hafi verið samþykkt af til þess bærri siðanefnd sem gerir óháða, fjölfaglega athugun á vísindalegu gildi og siðfræði rannsóknarinnar. 590 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.