Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 62

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 62
Pistill frá formanni Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna Fræðasvið í mikilli þróun ■ ■ 1' ■ - fl m V " 1 Sigurveig Þ. Sigurðardóttir formaður Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna veiga@landspitali.is Hér á landi og í 5 öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum eru ofnæmis- og ónæmislækningar (allergy and clinical immunology) undirsérgrein almennra lyflækninga eða barnalækninga. 112 Evr- ópulöndum er fræðigreinin viðurkennd sem fullgild sérgrein. í Félagi íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna (FÍOÓL) eru nú 17 félagar en við stofnun félagsins 1994 voru þeir 5 talsins. Upphaf ofnæmis- lækninga á Islandi miðast við þann tíma er fyrstu ofnæmislæknarnir, Davíð Gíslason og Björn Ardal, komu til landsins 1977 og þegar prófessor emeritus Helgi Valdimarsson stofnaði ónæmisfræðideild við Landspítalann 1981. Frá þeim tíma hefur gríðarleg framþróun átt sér stað í fræðigreininni. A Landspítalanum starfa 10 læknar með ofnæmis- og/eða ónæmislækningar sem undirsérgrein og er þjónustan veitt á tveimur göngudeildum. Einn læknir er í samstarfi við heilsugæsluna og fjórir læknar eru eingöngu á einkareknum stofum úti í bæ. Ofnæmis- og ónæmis- lækningar eru kenndar við læknadeild HÍ sem undirsérgrein á lyflæknissviði á 2., 3. og 4. ári læknisfræði, og á námskeiði um barnalækningar á 5 ári. Viðfangsefni fagsins eru meðal annars greining og með- ferð á flóknum tilfellum ofnæmis og astma og greining og meðferð á vanstarfsemi eða ofstarfsemi ónæmiskerfisins. Algengi ofnæmis- og ónæmissjúkdóma hefur farið vaxandi í hinum vestræna heimi. Af nýlegri rannsókn má ætla að 30-45% íslendinga séu með astma, ofnæmi eða exem og um 3% fái fæðuofnæmi. Algengi meðfæddra ónæmisbilana á Islandi hefur nýlega verið tekið saman og er 18,8 tilfelli á 100.000 íbúa, sem er meira en helmingi algengara en í nágrannalöndum okkar. Eitt aðalverkefni FÍOÓL er að sjá um fræðslu fyrir félagsmenn, aðra lækna og almenning. Félagar skiptast á að halda mánaðarlega fræðslufyrirlestra og taka virkan þátt í Læknadögum með mál- þingum. Astma- og ofnæmisdagurinn er haldinn í samvinnu við Félag lungna- lækna og er fastur liður á hverju vori. Auk þess hefur félagið haft milligöngu um að fá erlenda fyrirlesara hingað og er þá gjarnan efnt til málfundar. Eitt af lögbundnum hlutverkum félagsins sem er mjög mikilvægt er að taka þátt í alþjóðlegu starfi, kynna sér nýjungar og flytja þekk- ingu hingað heim, faginu til framdráttar og til hagsbóta fyrir sjúklinga. Margir félagar í FÍOÓL eru virkir í rannsóknum og eru þátttakendur í stórum alþjóðlegum rannsóknum sem heldur íslandi á korti alþjóðlegrar læknisfræði og stuðlar að framþróun hér heima. FÍOÓL hefur verið ráðgefandi um reglugerðarbreytingar á málefnum sjúklinga með ofnæmis- sjúkdóma. Þróun ofnæmis- og ónæmisfræðinnar hefur stóraukið þekkingu á þeim grunn- ferlum sem viðhalda heilbrigði og/eða leiða til sjúkdóma, svo sem ofnæmis og ónæmisbilana. Þessi aukna þekking hefur meðal annars leitt til nýrra greiningarað- ferða sem auðveldar bæði meðferð og jafn- vel lækningu erfiðra vandamála. Afrakstur öflugra rannsókna undan- farin ár er margvíslegur. Sýnt hefur verið fram á tengsl umhverfis og tilkomu ofnæmis. Hreinlætiskenningin svokall- aða (Hygiene hypothesis) varð til þegar ljóst var að þeir sem ólust upp við minni útsetningu örvera voru líklegri til að fá ofnæmi. Enn nýrri rannsóknir benda til þess að útsetning fyrir flóru strax við fæðingu sé fædda barninu lífsnauðsynleg, ella myndar það óviðráðanlegt ofnæmi vegna ríkjandi Th2 ónæmissvars frá með- göngunni. Faraldsfræðirannsóknir taka langan tíma en þær eru mjög nauðsynlegar til að átta sig á hvort ráðleggingar um umhverfi og neyslu hafa áhrif á tíðni sjúkdóma. Á síðustu 40 árum hafa ráðleggingar um brjóstagjöf og hvernig setja eigi börn á fasta fæðu tekið miklum breytingum. Um 1960 gáfu íslenskar mæður tveggja mán- aða gömlum börnum sínum eggjarauðu, gulrætur og skyr. Um 1970 var víðast ráð- lagt að gefa börnum fasta fæðu eftir fjög- urra mánaða aldur og í kringum 1990 var mælt með að hafa börn eingöngu á brjósta- mjólk fram yfir 6 mánaða aldur. Eftir 2000 var ráðlagt að gefa ekki ofnæmisvaldandi fæðu í eitt til þrjú ár eftir fæðutegundum. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að þessi aðferð hefur ekki aðeins brugðist í að draga úr fæðuofnæmi heldur hefur tíðnin vaxið stöðugt á sama tíma. Nýlegar rann- sóknir hafa sýnt að ofnæmisvaldandi fæða á fyrsta árinu getur beinlínis verndað gegn myndun ofnæmis og astma (Snijders 2008, Du Toit 2008, Allen 2013). Brjósta- mjólkin samhliða því að önnur fæða er sett inn er verndandi þó hún sé það ekki ein og sér (Bright 2013). FÍOÓL er í norrænu ofnæmissamtökun- um NFA (Nordisk forening for allergy for- skning) og evrópsku samtökunum EAACI (European Academy of Allergology and Clinical Immunology). Á þessu ári stóð FÍOÓL fyrir NFA-ráðstefnu í ofnæmis- lækningum. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og er hérlendis á 10 ára fresti. Ráðstefnan var mjög vel sótt og endur- speglaði þá miklu þróun og framfarir sem eru á þessu fræðasviði. Margir af færustu ofnæmislæknum Norðurlandanna héldu erindi og var þingið lyftistöng og heiður fyrir ofnæmislækningar á Islandi. 610 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.