Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 51
AUSTUR, VESTUR OG OGNIN AF FJOLMENNINGU
hagað og svo framvegis. Þegar lýðræði er skilið með þessum hætti er ljóst
að verið er að tala um form á stjóm og meðferð valds sem er tiltöltdega
nýtt í sögunni. Kosningar þekkjast vart í mannkynssögunni fýrr en á 19.
öld og goðsögnin um lýðræði gengur einmitt út á það að í vissum samfé-
lögum, eins og til dæmis í Grikklandi til foma eða á Islandi á þjóðveldis-
öld, hafi lýðræði verið stundað í vissum skilningi og frækorn þess hggi því
aftur í öldum, en í raun sé lýðræði nútímans nýtt fyrirbæri.
Þessi ofuráhersla á val eða kjör er hinsvegar villandi og á síðustu árum
hefur áhugi vaxið á þeim hhðum lýðræðis sem varða umþóttun, yfirvegun,
umræður og ákvarðanir ff ekar en umboðið sjálft. Tilhneiging hefur verið
í þá átt að takmarka athafnasviðið sem umboð valdhafans afmarkar, með
því að færa rök fyrir því að skilyrði lýðræðislegra ákvarðana sé að þær séu
teknar að vel athuguðu máli, með þátttöku og ffamlagi þeirra sem máhð
varðar og hafa vit á því og að umræður um sKkar ákvarðanir þurfi að vera
heilsteyptar og veita möguleika á því að stefnu sé breytt eða komist að
annarri niðurstöðu en þeirri sem haldið er ffam í upphafi umræðna. Ef
vahð er ekki lengur nauðsynlegt skilyrði lýðræðis, heldur fremur þátttakan
eða hinar almennu umræður, þá er samhengi og saga lýðræðis miklu ríkari,
fjölbreytilegri og lengri en oft er gert ráð fyrir og fjölmörg dæmi til um
samfélög þar sem ákvarðanir eru í einhverjum skilningi lýðræðislegar, jafii-
vel þó að það gildi ekki um allar ákvarðanir eða um ákvarðanir að öllu leyti.
Það sem þetta ætti að sýna er að það er alls ekkert markmið í sjálfu sér
að tiltekin sjálfgefin sannindi eða óbreytanleg verðmæti liggi samfélags-
legri orðræðu til grundvallar. Lýðræði er - og á að vera - alveg jafh opin
spuming og flest annað sem við rökræðum. Menningarleg einsleitni veit-
ir því falskt öryggi, öryggi þeirra sem koma sér hjá rökræðu með því að
halda fram eða krefjast þess að tiltekin viðhorf teljist hafin yfir rökræðuna.
Þeir óttast þá að séu þessi viðhorf meðal þess sem rökrætt er, en ekld gef-
in, kunni rökræðan að rífa niður ffekar en að byggja upp, með því að
hrinda mikilvægum gildum af stalli.
A sama hátt má segja að viss einfeldni sé fólgin í því að innflytjendur til
Vesturlanda ffá öðrum menningarsvæðum eigi fyrst og ffemst að tileinka
sér vestræn h'fsviðhorf og gildi; það sé á endanum þeim sjálfum fyrir bestu.
Ef einkenni hins vestræna er rökræðan ffekar en tilteknar fullmótaðar eða
endanlegar hugmyndir um gildi, þá er h'tið unnið með því að nýir þegnar
samfélagsins taki trú á tiltekin gildi eins og þau væru nýjar kennisetningar.
Markmiðið hlýtur fyrst og ffemst að vera að tryggja nýjum þegnum að-
49