Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 180
JAMES CLIFFORD
hiin drap börn sín til að forða þeim ffá þrælahaldi, er endursögð í skáld-
sögu Toni Morrison, Astkær. Sú tilfinning tun rof sem af þessu leiðir, um
að lifa í gagnólíku tímalagi, kemur ffam í viðtali við Morrison sem ítarlega
er vitnað til í The Black Atlantic:
Líf nútímamanneskjunnar hefst með þrælahaldi. ... Frá sjónar-
hóh konunnar, þegar re\mt er að svara erfiðum spurningum um
stöðu heimsins í dag, þurftu svartar konur að takast á við póst-
módernísk vandamál strax á nítjándu öld og fyrr. Svartir þurftu
að takast á við þessa hluti fyrir löngu: ákveðna tegund rofs,
missi ákveðins stöðugleika og þörfina fyrir að byggja hann upp
á ný. Akveðin sturlun, að sturlast af ásetm ráði, eins og ein per-
sónan í bókinni segir, „til þess að missa ekki vitið“. Þessar að-
ferðir til að lifa af sköpuðu hina sönnu nútímamanneskju.59
„Nútímamanneskja" Morrison er afleiðing barátm við „sjúklegt ástand“.
„Þrælahald skipti heiminum í tvennt,“ segir Morrison síðan, og ekki að-
eins hvað Afríkubúa varðar. „Það skipti Evrópu í tvennt“, það gerði Evr-
ópumenn að þrælaherrum.
Tvíheimamenningar em að mismiklu leyti afurð stjómarfars pólitísks
forræðis og eftiahagslegs ójafhaðar. En þessi ofsafengnu ferli brottflutn-
inga svipta fólk ekki hæfhinni til að viðhalda sérstöku pólitísku samfélagi
og andspyrnumenningu. Augljóst er að blanda eyðileggingar, aðlögunar,
varðveislu og sköpunar er mismunandi eftir hverju dæmi fyrir sig í sögu
og tíma. Sem mótorðræður nútímamenningar geta tvíheimamenningar
ekki haldið ffam hreinleika í andstöðu sinni eða uppruna. Þær em í eðli
sínu tvíbentar, kljást við samtvinnun niðurrifs og laga, uppfinninga og
hindrana - samsekt dystópfu og útópíu. Kobena Mercer vinnur með þessa
grundvallarsamtvinnun í beinskeyttri grein sinni, „Diaspora Culture and
the Dialogic Imagination“:
Ekki er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að sem fólk
tvíheima, sem sprengt er út úr einni sögu inn í aðra vegna „við-
skiptalegrar brottvísunar“ þrælahaldsins (George Lamming) og
tilheyrandi nauðungarbrottflutningi, fléttast okkar svarti litur
rækilega við vestræna hætti og kóða sem við mættum sem hinn
dreifði fjöldi sem tvístrast í kjölfar fólksfluminga. Það sem mál-
59 Paui Gilroy, The Black Atlantic, bls. 308.
178