Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 196
JAMES CLIFFORD
og eldri heimssöguleg sýn Marshalls Hodgsons,89 hjálpar frásögn Ghosh
okkur að mruia eftir og setja okkur fyrir hugskotssjónir „heimskerfi“,
efnahagsleg og menningarleg, sem til voru fyrir útþenslu og uppgang
Evrópu. Það er erfitt nú seint á tuttugustu öld að setja saman skýra mynd
af þversvæðisbundnum tengslanetum sem ekki verða til vegna forræðis
tækni- og iðnvædds þjóðfélags Vesturlanda og/eða viðnáms við því. Þessa
sögu af öðruvísi heimsborgarahyggju og tvíheimanetum má frelsa (í
skilningi Walters Benjamins á endurlausn) sem áríðandi pólitíska sýn:
heimar sem koma á „efiár“ gyðingum og aröbum, á „eftir“ Vesturlöndum
og „Hinum löndunum" og á „eftir“ innfæddum og innflytjendum.
Slík sýn og mótsaga getur styrkt leiðina að „hnattvæðingu neðan frá“
sem hafnar því að allt sé gert að einni heild. Þessi klausa, ásamt „hnatt-
væðingu ofan frá“, er tillaga Brechers og félaga um nafn á félagslegum
hreyfingum milli þjóða sem bæði andæfa og nýta sér tækni og miðlun sem
veita forskot.90 Þessi grundvallarsamtvinnun er, eins og ég hef fært rök
fyrir, einkennandi fyrir tvíheimanet nútímans. Samtvinmm er ekki endi-
lega innlimun. Þegar eldri sögur um ósamhljóða heimsborgaraleg sam-
bönd eru rifjaðar upp getur það leitt til nýrra leiða til að vera „hefð-
bundinn“ án þess að vera bundinn heimaslóðum. Hvernig Epeli Hau’ofa
hefur fært okkur aftur langa sögu ferðalaga um Kyrrahafið í lýsingu siimi
á nýrri átthagaást til „heimshafsins“ („eyjahafið okkar“) er einmitt dæmi
um þetta.91
I þeim verkum sem ég hef rætt hér kemur ffarn á stundum lamandi
meðvitund um þær hindranir sem standa í vegi fyrir slíkri framtíð, hinum
stöðuga þrýstingi sem stafar frá þverþjóðlegu auðmagni og forræði þjóð-
ríkja. Samt sem áður tjá þau líka þrjóskufulla von. Þau eru ekki eingöngu
harmagrátur vegna heims sem hefur tapast. Fremur má segja, eins og víð-
ast í orðræðum tvíheimanna, að bæði missirinn og það að lifa af séu fyrir-
boði. Fyrirboði hvers? Hér skortir lýsingu og við verðum því að snúa
okkur til hins hverfula bráðabirgðatungumáls um það sem kemur „eftir“.
Hugtakið „eftirlendur“ (eins og hugtak Arjuns Appadurais „eftirþjóðleg-
89 Marshall Hodgson, Rethinking World History, Cambridge: Cambridge University
Press, 1993.
90 Global Visions: Beyond the New World Order, ritstj. Jeremy Brecher, John Brown
Childs ogjill Cuder, Boston: South End Press, 1993.
91 A New Oceania: Rediscovering Onr Sea oflslands, ritstj. Epeli Hau’ofa, Vijay Naidu
og Eric Waddell, Suva: School of Social and Economic Development, University
of the South Pacific, 1993.
194