Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 225
„JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG"
lega voru ædaðir konum. Tamboukou notar kenningar Michels Foucaults,
einkum um önnur rými eða heterótópíur og sjálfstækni (e. technologies ofthe
self), til þess meðal annars að greina hvemig konur tókust á við hefðbund-
in skil einkasviðs og almannasviðs, endurskilgreindu stöðu sína og tmnu
markvisst að mótun eigin sjálfs og sjálfsstjóm.1'
Jafnframt nýti ég þræði úr kenningum um svokallaða kvennamenningu
(e. ivomen's culture) nítjándu aldar sem ég tel áhugaverðar í ljósi kvenna-
skóla og rýmiskenninga.18 Rýmið, sjálfstæknin og kvennamenning fléttast
þannig saman í umfjöllun minni þar sem ég skoða kvennaskóla sem rými
vitundarvakningar kvenna. Hugtakið vitundarvakning nota ég um vaxandi
vitund nítjándu aldar kvenna um stöðu sína og kjör án þess þó að leggja þá
vitund að jöfnu við markvisst starf svokaflaðra vitundarvakningarhópa (e.
consciousness raising groups) nýju kvennahreyfingarinnar um 1970.19
Bréfið Bríetar20
[Ódagsett og án ártals]
Háttvirta kennslukona!21
Yður þykir víst undarlegt og óþarft að fá brjef frá mjer, þar sem
hvortveggja er, að jeg er ekki svo fáorð á daginn og annað það jeg
hefi nóg tækifæri til að tala við yður; en jeg hefi þó mínar ástæður til
að gjöra það, og em þær einkum að jeg get betur látið yður hugs-
anh mínar í ljósi í riti enn í ræðu þegar þæm em öðmvísi enn það,
sem jeg tala daglega. Jeg trevsti vður til að fyrir gefa að jeg gríp
ll Maria Tamboukou, „Of Other Spaces: women’s colleges at the tum of the nine-
teenth century in the UTC“, Gender, Place and Culture, 3:7/2000, bls. 247-263. Sjá
nánar í bók 'Iambouku: Women, Education and the Self. A Foucauldian Perspective,
Basingstoke: Palgrave/Macmillan, 2003.
18 Um kvennamenningu (e. women’s adture) sjá t.d.: The Feminist History Reader, ritstj.
Sue Morgan, London: Routledge, 2006, sjá einkum bls. 7-9 og 87-103.
19 Um vitundarvakingu (e. conscitntsness-raising) í tengslum við nýju kvennahreyfing-
una og femíníska kenningasmíð sjá m.a.: Sonya Andermahr o.fl., A Glossary of
Feminist Theory, bls. 43M4, og Catherine Hall, White, Male and Middle-class. Ex-
plorations in Feminism and History, Cambridge: Polity Press, 2003 [1992], bls. 4—5.
20 Bréfið er birt orðrétt og stafrétt ásamt yfirstrikunum Bríetar. Greinaskil virðist
hún auðkenna með lengra bih milli punkts og næstu málsgreinar. I uppskrifdnni er
þessum bilum breytt í hefðbtmdin greinaskil.
21 Valgerður Þorsteinsdóttir veitti skólanum forstöðu en hún kenndi jafnffamt hluta
námsgreina og var því einnig nefnd kennslukona.