Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 60
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
Þegar aðstreymisreglurnar eru tdl skoðunar þarf aftur að greina milli
tveggja hópa. Það gilda nefhilega afar ólíkar reglur um borgara á E\t-
ópska efnahagssvæðinu (EES) og þá sem koma frá löndum utan EES-
svæðisins.2
Innan EES
Þegar Island hóf þátttöku í samstarfinum um Evrópska efnahagssvæðið í
ársbyrjun 1994 var innri markaður ESB um leið úmkkaður tdl Islands.
Fjórfrelsið svokallaða, frelsi í vöruviðskipmm og þjónustu, fjárfestdngar-
réttur og frjáls för starfsfólks milli Evrópulandanna, teygði sig einnig tdl
Islands. Með EES-aðildinni fengu ríkisborgarar aðildarríkja ESB þar með
atvinnu- og dvalarrétt á Islandi. A sínum tíma óttuðust margir að fátækir
innflytjendur ffá Suður-Evrópu myndu streyma tdl landsins í kjölfar þess
að ríkisborgarar ESB fengu atvinnurétt á Islandi um leið og EES-samn-
ingurinn gekk í gildi. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Þessi atvinnuréttur gild-
ir nú einnig um íbúa Austur-Evrópu sem gengu í sambandið vorið 2004.
Það voru því embættdsmenn í Brussel sem ákváðu að Pólverjar, svo að
dæmi sé tekið, þurfi ekki að ganga á milli íslenskra kontóra og sendiskrif-
stofa tdl að fá að vinna á Islandi.
Embættdsmenn ESB sömdu á sínum tíma um tímabundna aðlögun sem
heimilaði takmörkun á hinu ffjálsa flæði fólks samhliða stækkun ESB í
austur. Flest ríkjanna vestan megin gamla járntjaldsins ákváðu að fresta
hinni frjálsu för um tvö ár en Bretar og Svíar opnuðu þó landamæri sín
strax 1. maí 2004. I fyrirvaranum voru ákvæði um að ríki gæti viðhaldið
frestinum í tvö ár tdl viðbótar ef sérstakar aðstæður væru uppi og til
þriggja ára að auki eftir það ef mjög alvarlegar ástæður lægju fyrir því. Það
eina sem íslensk stjórnvöld höfðu því raunverulega um málið að segja, var
hvort atvinnuréttur fólks frá hinum nýju ríkjum ESB í Austur-EtTÓpu }TÖi
virkur árið 2004, 2006, 2008 eða 2011 í allra síðasta lagi. íslenski félags-
málaráðherrann með fulltingi ríldsstjórnarinnar ákvað að ffelsið fengist 1.
2 EES-borgar eru ríkisborgarar þriggja EFTA-ríkja, Islands, Noregs og Liechten-
stein, auk ríkisborgara ESB-ríkjanna 27. Þau eru: Austurríki, Belgía, Bredand,
Búlgaría, Danmörk, Eisdand, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Irland,
Italía, Kýpur, Lettiand, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía,
Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
5«