Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 268
SVERRIR JAKOBSSON
30 milljónmn í 37.3/ Má velta því fyrir sér hvaða tilgangi það þjónar að
hagræða þessum tölum. Enda þótt þess sé hvergi getið í bókinni eru tölur
um mannfall í hungursneyðinni enn þá mjög á reiH, en túst er að sú að-
ferðafræði sem viðhöfð er í þessu riti hefur ekkert gildi við endurmat á
því.38 Það er svo sem ekki einsdæmi að saga hungursneyðarinnar í Kína sé
sögð úr samhengi við almenna þróun hungurs í heiminum undanfama
áratugi og baráttu stjómvalda í þriðja heiminum fjnir þ\h að brauðfæða
þjóðir sínar. En án þessa samhengis verður hún ekki skiljanleg.39
I þessari talnasúpu, sem á að sanna að Maó hafi verið „mesti fjölda-
morðingi heims“ og verri en Hitler, gleymast hin raunverulegu fómar-
lömb Maós eða verða eins konar neðanmálsgrein. Þar má nefna fómar-
lömb herferðar gegn landeigendum á tímum Kóreustríðsins, 1951-1952,
þar sem hart var gengið fram gegn fyrrverandi landeigendum og meintum
landráðamönnum, en jafhvel þar geta höfundar ekki strillt sig um að færa
tölur í stílinn (bls. 356 nmgr.). Þetta vom að vísu engir „ffiðartímar" (höf-
undamir virðast vera haldnir þeirri meinloku að það sé eitthvað skárra að
drepa fólk á stríðstímum) og forysta Kommúnistaflokksins stóð einhuga á
3/ Grundvöllur athugana þeirra er rit efrir Judith Banister, China’s Changing Popula-
tion, Stanford: Stanford University Press, 1987. Tom Worger fer í saumana á
endurreikningi þeirra á tölum Banisters á heimasíðu Kalifomíu-háskóla í San
Diego (http://sdccl7.ucsd.edu/~twan/LoneCulprit.htm).
38 Grundvöllurinn að slíkum útreikningum em opinberar tölur um dánartíðni sem
bjóða upp á afar mismunandi túlkanir. Ef við miðum við meðaltal næstu 10 ára á
undan (1949-1958) eru umframdauðsföll árin 1959-1961 rúmlega 10 milljónir,
en 20 milljónir ef miðað er við næsm ár á undan og efrir (1958 og 1962). Ekki
treysta alhr opinberum tölum kínverskra stjómvalda heldur hafa bandan'skir lýð-
fræðingar (þ. á m. Judith Banister) endurreiknað dánartölu í Kína út ifá þeirri
forsendu að hún hafi verið vanmetin í opinberum útreikningum og halda því fitam
að umframdauðsföll séu 30 milljónir. Um mismunandi mat á þessu sjá t.d. Carl
Riskin, „Feeding China“, bls. 414; Paul Bairoch, Victoires et Déboires. Histoire
économique et sociale du monde du xvie siécle d nosjours, París: Gallimard, 1997, bls.
826-228; Utsa Patnaik, „The Economic Ideas of Mao Zedong: Agricultural
Transformation“, Across the Himalayan Gap: An Indian Quest for understanding
China, Nýja Delhi: Gyan Publishing House, 1998.
39 Til þess að skoða þetta í samhengi má riíja upp að miðað rið áætlanir WHO og
FAO hafa ríflega 500 milljónir látið lífið vegna hungurs og vannæringar í
heiminum, en um þessar mundir er talið að tæpar m'u milljónir látrist á ári hverju
vegna hungurs. Fækkun á fómarlömbum vannæringar undanfama áratugi má
nánast einvörðungu rekja til árangurs Kínverja í baráttunni gegn hungurdauða,
sjá Frances Moore Lappé, Joseph Collins og Peter Rosset, World Hunger Twelve
Myths, New York: Avalon, 1998, bls. 61.
266