Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 205
SAGA OG SAMTIÐ HEIMSPEKINNAR
meginlandsins; þessir skólar sættust í heimspeki Kants, sem tók þeim fram.
En heimspekingar fóru einnig aðra ósögulegri leið (sem kenna mætti við
Kant): heimspekin starfar innan rýmis (tímalausrar og ósögulegrar) skyn-
semi.22 Þetta er forveri vísindahyggju um heimspekisögu að svo miklu
leyti sem heimspeki telst taka framförum með raunvísindum og að hætti
þeirra.
Platon og Aristóteles eru aðrir fulltrúar þessara tveggja leiða. Aristó-
telesar er minnst sem frumherja heimspekisögunnar, ekki síst vegna fyrstu
bókar Frumspekinnar, þar sem hann rekur frumspeki og náttúrufræði for-
vera sinna, allt frá Þalesi til Platons. Hann hefur sama háttinn á í ýmsum
öðrum verkum, enda nauðsynlegur þáttur hinnar heimspekilegu aðferðar
(sagði hann) að gera grein fyrir og meta heimspekilegar skoðanir forvera
sinna. Aristóteles gekk ekki til verks eins og enginn hefði áður rökrætt
gátur heimspekinnar. Hann hafði heyjað sér skoðanir forvera sinna og
gerði sér jafnan mat úr þeim. Þegar við lesum greinargerð Aristótelesar
fyrir heimspekilegri gátu, umfjöllun um mótsagnir eða orsakir, rekumst
við jafnan á viðfangsefni sem hann nefndi endoxa. Þetta orð má þýða á
marga vegu: viðteknar, sennilegar, gaumgæfilegar, æruverðar skoðanir.
Hann segir: „Endoxa er það sem öllum virðist eða flestum eða hinum vitru,
og þá öllum hinum vitru eða flestum þeirra eða hinum þekktustu og æru-
verðustu.“23 Hann hefur margt að læra af forverum sínum og það á tvenn-
an hátt. Kannski þeir hafi glímt við þær gátur sem hann glímir við, hverjar
svo sem heimturnar voru. En alltént hafa þeir skorðað viðfangsefnin og
umræðuna með röksemdum og notkun hugtaka, sem hvort tveggja getur
útskýrt eðli og mikilvægi gátunnar. Þeir Hegel Iitu á heimspekisöguna til
þess tíma er þeir sjálfir störfuðu sem þróun eða framfarir í átt að þeim
sjálfum. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi sögunnar í heim-
spekisögunni. Hins vegar er þessum heimspekingum sama um sögulegt
umhverfi. Aristóteles styðst við þá hefð sem nefnd hefur verið doxografía,
greinargerð fyrir skoðunum. Þessi hefð, sem líklega átti uppruna sinn hjá
sófistum og bjó að bald þeirri þekkingu sem Platon sýnir á skoðunum for-
vera sinna, hélst í hendur við annars konar hefð sem nálgaðist viðfangs-
efnið sögulega og lítt heimspekilega. Þar gat að hta heimspekisögur og
ævir heimspekinga, eins og eftir Díogenes Laertíos allnokkrum öldum
22 Klant lagði mikið upp úr þróun sögunnar og hafði meðal annars þannig áhrif á
Hegel. Hann virðist vera uppspretta beggja hefða.
23 Almæli (Topica) 1.1.100b21-23.
203