Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 98
ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
hann á við eitthvert heilsufarsvandamál að glíma svo vitað sé. Þegar svona
er háttað er mjög mikilviP.gr að skapa trausU milh allra aðila og reynir þá
mjög á samskiptahæfni bæði læknis og sjúklings. Góð samskipti eru for-
senda þess að vel takist til. Það er í ljósi þessara þátta sem ég deih með les-
endum hugleiðingum mínum um stöðu innflytjenda á smitsjúkdómamót-
töku og mikilvægi góðrar túlkunar þegar hennar er þörf.
I fyrsta hluta greinarinnar fjalla ég um þá erfiðleika sem geta skapast
þegar sjúklingur sem leitar til læknis getur ekki tjáð sig við hann beint á
móðurmáh sínu. I ffamhaldi skoða ég nánar stöðu túlksins, þau vandamál
sem við honum blasa og hvaða þætti er mikilvægt að hafa í huga þegar
samtal er túlkað. I lokin ræði ég hindranir á aðgengi að túlkum og hvem-
ig shkar hindranti verða til þess að ákveðnir hópar samfélagsins njóta ekki
heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra.
Vandi læknisins
Frumskylda læknisins er að lækna sjúka og líkna.5 6 7 8 Til þess að rækja þá
skyldu þarf hann að halda í heiðri siðferðileg gildi eins og traust, velferð,
sjálfræði og virðingu. I starfi lækna er samtalið milli læknis og sjúklings
grundvöllur þess að góður árangur náist.s Samsldptin sem þar eiga sér
stað em meginforsenda góðrar skráningar sjúkrasögu og þar með réttrar
greiningar. Samtalið er einnig undirstaða þess trausts sem þarf að ríkja á
milli sjúklings og læknis til að sjúkhngurinn þiggi og fylgi þeirri meðferð
sem læknirinn ráðleggur. Góð samsldpti era því lykilatriði til að hægt sé
að standa vörð um velferð sjúklingsins, virðingu hans og sjálfræði.9 Ymiss
konar samskiptahindranir og misskilningur geta hæglega komið upp í
venjulegu samtah milh einstakhnga sem tala sama tungumál og deila sömu
menningu. Stundum getur jafnvel verið erfitt að átta sig á því hvort gagn-
kvæmur skilningur hafi skapast. Ótikur bakgrunnur eða lífsafstaða, nús-
munandi uppeldi eða stéttarmunur geta hindrað eðlileg samskipti eða ein-
5 Angela Coulter, „Patients’ view of the good doctor. Doctors have to eam patients’
trust“, BMJ 325/2002, bls. 668-669.
6 Sbr. Siðareglur Læknafélags Islands, júru' 2006, 1. gr.
7 Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og danða: Erfiðar ákvarðanir í beilbrigðisþjónustu,
Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 2003, bls. 25-29.
8 Angela Coulter, „Patients’ view of the good doctor. Doctors have to earn patients’
trust“, bls. 668-669.
9 Yilhjálmur Amason, Siðfræði lífs og dauða, bls. 28.
96