Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 252
DAISY NEIJMANN
og Þorsteini frá Hamri, fyrir í enska kerfinu? Stundum virðist ómögulegt
að sýna bæði frumkerfinu og markkerfinu fullkomna virðingu í þýðingar-
ferlinu og óhjákvæmilegt er að einhverjir verði óánægðir með þær lausnir
sem þýðandinn velur að lokum.
Það sama má reyndar segja um bókmenntasöguritun. Eins og Guð-
mundur i\ndri Thorsson sagði byggist bókmenntasaga alltaf á vah og það
verða aldrei alhr á einu máh um hvað á að velja.15 Svo verður Hka að hafa í
huga að bókmenntasöguritun er í eðli sínu íhaldssöm. Eins og Lefevere
orðar það: „breytingar í bókmenntakerfi eiga sér sjaldnast stað í takt við
breytingar í umhverfinu“.16 Auk þess er varla við því að búast að róttæk
endurskoðun á íslenskum bókmenntum finnist í riti sem er ætlað útlend-
ingum. Við eigum það til að vera miklu fremur á einu máh þegar Hð kjnn-
um okkur fyrir öðrum heldur en þegar Hð tölum okkar á milli. Bók-
menntasaga á öðru tungumáh en íslensku stendur ekki í sama stappi, hún
miðast ekki við þær umræður sem eiga sér stað á eigin vettvangi, heldur
rejnir hún að tengja íslenskar bókmenntir Hð hinn enskumælandi heim.
Eða hvað? Það leikur ekki vaíi á að allir höfundamir takast á einn eða
annan hátt á við eyður og útilokanir sem komu fyrir í fyrri bókmenntasög-
um, hvort sem varðar tímabil (t.d. er kafhnn um bókmenntir „síðari alda“
miklu stærri en tíðkaðist áður), bókmenntagreinar (s.s. rómönsurnar) eða
höfunda (kvenhöfunda og vestur-íslenska höfunda svo að dænú séu nefhd).
Margir höfundar taka bókmenntasöguritunina og bókmenntakerfið til
umfjöllunar og þó að uppbygging ritsins sé hefðbundin og miðist við hefð-
bundna tímabilaskiptingu er glímt \úð vandamálin sem í því felast. Auk
leiðbeininga í sambandi við stíl og form voru höfundar beðnir um að
skoða efnið í sögulegu, menningarlegu og hugmyndafræðilegu samhengi
og tengja það umheiminum þar sem við átti. Ekki er annað hægt í bók-
menntasögu fyrir erlenda lesendur; þeir myndu ekki skilja neitt ef höfund-
ar eða verk væru skoðuð einangruð.
Erlendar túlkanir
Hvað sem öllu þessu líður þá bætir ný bókmenntasaga á ensku úr brýnni
þörf á margan hátt, ekki síst í íslenskunámi erlendis. Hún veitir nemend-
15 Sigurbjörg Þrastardóttir, „Hvemig einni þjóð líður“, bls. 5.
16 „Change in the poetics of a literary sjístem very rarely occurs at the same pace as
change in the environment of that sj^stem*1, André Lefevere, Translation, Rewriting
and the Manipulation ofLiterary Fame, bls. 30.
25°