Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 176
JAMES CLIFFORD
viðmið“,4/ bæði til vinstri og hægri. Hann svarar afturhaldssömum orð-
ræðum eins og hjá Enoch Powell (sem sífellt fleiri taka undir) sem skír-
skota til „hreins“ þjóðarrýmis sem ffamandi, ógnandi fólk hafi nýlega
ráðist inn í, sem gera ráð fyrir að samtvinnun Bretlands við sögu svartra sé
eitthvað sem gerðist efdr stríð, eftir hnignun breska heimsveldisins.48
Hann eykur einnig við verk E. P. Thompsons, mn „fæðingu enska verka-
lýðsins“, með fæðingu Atlantshafsverkalýðsins (af fjölþjóðemislegum upp-
runa) og vefengir nýleg rök bresku verkalýðshreyfingarinnar um almenna
„vinstri þjóðemisstefhu“ sem svar við Thatcherismanum. Að lokmn
afmiðjar svarta Atlantshaf Gilroys hina zíx\s\t-amerísku frásögn og færir
Karíbahafið, Bredand og Evrópu inn í myndina.
„Saga svarta Adantshafsins,“ skrifar hann, „ ... sem svartir fóru í sífellu
yfir ffarn og til baka - ekki aðeins sem vörur heldur líka í baráttu fyrir
frelsi, sjálfsforræði og ríkisborgararétti - er leið til að endurskoða þau
vandkvæði sem fýlgja þjóðemi, staðsemingu, sjálfsmynd og sögulegu
minni“ 49 Gilroy bregður upp „mótmenningu nútímans“, sem bætir ekki
aðeins „svörm“ inn í breska fánann, Union Jack, heldur einnig inn í um-
ræður um hefð skynsemishyggju upplýsingarinnar. Þessi „svarti“ þáttur er
bæði neikvæður (löng saga þrælahalds, arfur vísindalegrar kynþátta-
hyggju, samsekt skynsemishyggju og ótta í því hvernig forræði birtist á
einkennandi hátt fyrir nútímann) og jákvæður (löng barátta fyrir pólitísku
og félagslegu ffelsi, þýðingarmiklar hugsjónir um jafhrétti eða mismun
sem svört tvíheimasamfélög hafa getið af sér).
Ef þverþjóðleg mótsaga Gilroys felur í sér útópíska stefhuskrá liggur
mótvægið í því andstöðufulla ofbeldi, brottflutningurinn og missirinn sem
era innbyggð í þá menningu sem hann lofsyngur: „iVliðleiðin“, plantekra-
þrælahald, gömul og ný drottnunarkerfi rasismans, og efnahagslegar
hömlur á ferðalögum og flumingi vinnuafls. I There Ain't no Black in the
Union Jack fær hinn langi fimmti kafli um tónlist og listmenningu („Dia-
spora, Utopia, and the Critique of Capitalism“) slagkraft sinn ffá fjóram
47 Paul Gilroy, „Cultural Studies and Ethnic Absolutísm", Cultural Studies, ritstj.
Lawrence Grossberg, Cary Nelson og Paula Treichler, New York: Routledge, bls.
187-199, hérbls. 193.
48 Sjá einnig Folarin Shyllon, „Blacks in Britain: A Historical and Analytical Over-
view“, Global Dimensiotis of the Afiican Diaspora, ritstj. Joseph E. Harris, Washing-
ton D.C.: Howard University Press, 1982.
49 Paul Gilroy, „Cultural Studies and Ethnic Absolutism", bls. 193.
174