Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 156
JAMES CLIFFORD
gegnum mermingarform, skyldleika, verslunarleiðir og ferðaleiðir, sem og
tryggð við trúarlegar miðstöðvar tvíheimanna (í Babýlon, Palestínu og
Egyptalandi). Tengslin \dð ákveðnar borgir (sem voru stundum sterkari en
tengsl vegna trúar og þjóðernisuppruna), sem einkenna miðaldaheim þann
sem Goitein lýsir, grafa undan hverri þeirri skilgreiningu sem „miðjar“
tvíheima gyðinganna í einu landi. Meðal Sefardim-gyðinga eftir 1492 gat
þráin eftir „heimili" beinst að borg á Spáni og jafnframt Landinu helga.
Raunar, eins og Jonathan Boyarin hefar bent á, er reynsla gyðinga iðulega
„margföld upplifun af endurteknum tvíheimum, sem korna ekki hver á
fætur öðrum í sögulegu minni heldur enduróma fram og til baka“.u
Ef litið er á heim Miðjarðarhafsgyðinga á nnðöldum sem net tvíheima
með margar miðjur má sjá hann sem hliðstæðu við „svarta Atlantshaf ‘ nú-
tímans sem Paul Gilroy hefur lýst og verður fjallað um hér á eftir. Þótt
efnahagslegur og póhtískur grunnur þessara tveggja tengslaneta sé ef til
vill ólíkur - hið fyrra sjálfbjarga um viðskipti, hið síðara leiksoppur ný-
lendustefhu og eftirlendustefnu - þá eru þau menningarlegu form sem
viðhalda og tengja þessar tvær dreifðu „þjóðir“ sambærileg innan fyrir-
bærisins tvíheimar. Ef horft er til uppdráttar Safrans af samanburðar-
sviðinu - einkum hvað varðar líkan hans af „miðjuðum“ tvíheimi, sem tek-
ur áttir út frá óslitnum menningarlegum tengslum við upprunalegan stað
og „endurkomu“-markhyggju - þá uppfyllir afrísk-amerísk/karabísk/ bresk
menning ekki skilyrðin. Saga brottflutnings þessara hópa fellur undir
flokkinn hálfgildingstvíheimar, þar sem aðeins bregður fyrir nokkrum
einkennum eða augnablikum tvíheima. Suður-asískir tvíheimar, sem snú-
ast ekki svo mjög um rætur á ákveðnum stað og þrá eftir heimkomu
heldur fremur hæfni til að endurskapa menningu á ýmsum stöðum, eins
og Amitav Ghosh hefur fært rök fyrir,12 falla strangt til tekið á sama hátt
utan skilgreiningarinnar.
Safran gerir rétt í að beina athyglinni að því að skilgreina „tvíheima".
Hversu vítt svið spannar sú reynsla sem hugtakið nær yfir? Hvenær byrjar
hún að falla utan skilgreiningarinnar? Samanburðarnálgun hans er örugg-
lega besta leiðin til að ná utan um flókið orðræðusvið og sögulegt svið.
Hliðstæður hans eru líka oft og tíðum mjög upplýsandi og hann fer í raun
og veru ekki mjög strangt eftir gátlista sínum við greininguna. En við ætt-
11 Persónuleg samskipti, 3. október 1993.
12 Amitav Ghosh, „The Diaspora in Indian Culture", Public Culture 2,1/1989, bls.
73-78.
x54