Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 108
ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
að leita í skilgreiningu okkar á hlutverki túlksins og ekki síst í þeirri sýn að
túlkurinn sé til að greiða fyrir samtali og styrkja stöðu sjúklingsins gagn-
vart lækninum. Túlkurinn á að gera sjúklingnum kleift að tjá sögu sína og
skilja merkingu þess sem læknirinn segir.33 Það er því margt sem mælir
með því að túlkur snúi sér að sjúklingi til að leiðrétta misskilninginn, það
myndi koma í veg fyrir að sjúklingnum fyndist hann vera utanveltu í sam-
talinu og styrkja stöðu hans.34 Þetta er þó engan veginn algilt, einnig gæti
komið til greina að snúa sér til læknisins til að leiðrétta þennan misskiln-
ing, til að vera öruggur um að hér sé farið rétt með og að túlkur hafi ekki
misskilið það sem læknirinn sagði. Hér skipta næmi fyrir aðstæðum og
reynsla túlksins höfuðmáli. Möguleikinn á misskilningi sýnir hve starf
túlka getur verið flókið og hversu mjög getur reynt á næmi þeirra fyrir
hlutverki sínu og stöðu.35 Þeir þurfa að búa yfir skýrum skilningi á starfi
sínu, hvers vegna þeir inna það af hendi og á hvern hátt þeir eiga að haga
starfi sínu til að ná fram markmiðum þess.
Hjá gyðingum er rík hefð fyrir gamansögum um túlka en í menningu
gyðinga býr mikil reynsla af því að tilheyra innflytjendasamfélagi. Ein slík
saga er ágæt áminning til okkar um mikilvægi dómgreindar túlksins og
meðvitundar hans um það í hverju hlutleysi hans felst eða kannski í hverju
hlutleysið felst einmitt ekki. Gamall maður er leiddur fyrir dómara ásak-
aður um að hafa stohð kjúklingi. Dómarinn biður um túlk. Stígur þá fram
ungur lögfræðingur, greinilega stolt sinnar fjölskyldu, og býðst til að
túlka. Dómarinn biður hann að spyrja gamla manninn hvort hann hafi
stolið kjúklingi. Lögffæðingurinn spyr á jiddísku og gamli maðurinn svar-
ar á jiddísku með mikilli vanþóknun: „Eg!! - stal kjúklingi?“ og lögffæð-
ingurinn svarar dómaranum samviskusamlega og hlutlaust á ensku:
„Gamli maðurinn segir: Eg stal kjúklingi“.36
33 Jan Humphrey, Bob Alcom og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an In-
terpreter, bls. 8.10.
34 Sama rit, bls. 12.10. Sjá einnig Granville Tate og Graham H. Turner, „The Code
and the Culture: Sign language interpreting - in search of the new breeds ethics",
bls. 55.
35 Sbr: Jan Humphrey, Bob Alcorn og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an
Interpreter, bls. 7.9-7.10.
36 Stanley Cavell, A Pitch of Philosophy: Autobiographical Exercises, London: Harvard
University Press, 1996, 19-20.
ioó