Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 204
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Hugmyndin um framrás innan hemispekisögu
Þetta er mildlvæg spuming þ'vd stundum heyrist sagt að heimspeki glími
við sömu vandamálin (stóru spumingamar) sem alltaf em sömu óleys-
anlegu vandamálin. Ef alltaf em á ferð sömu óleysanlegu vandamálin í
hvaða skilningi hre}Eíst heimspekin áfram? I hvaða skilningi lýsir heim-
spekisaga framrás heimspeki en ekki einhvers konar hringdansi?
Við getum leitað svars í sögu heimspekisögunnar á nýöld. A sautjándu
öld er efnt til fræðilegrar heimspekisögu, rannsókna á heimspekilegum
skoðunum hðinna heimspekinga; þessi viðleitni er framhald á endurreisn-
inni.20 Um miðja átjándu öld höfðu menn ömgglega hafið ritun lærðra
heimspekisagna. Heimspekileg réttlæting þessarar söguritunar byggðist á
því viðhorfi til heimspeki sem kalla má valhyggju (eklektík); menn skvldu
geta valið skynsamlega úr fórum heimspekinga hðinna alda. Hún er ljós-
lega skyld vandamálasögu. Réttlæting hennar vísaði ekki til mikilvægis
hins sögulega umhverfis fiðinna heimspekmga, heldur áttd þessi heirn-
spekisaga að sameina skrásetningu heimspekilegra skoðana og kjarnann í
heimspekinni, leitina að sannleikanum. Þess vegna væri heimspekin hafin
yfir tilfallandi áhrif umhverfisins og heimspekisagan drægi dám af því.
Þessi skoðun fór ekki leynt. Hegel, sem gerði heimspekisöguna að rnegin-
atriði heimspeki sinnar, vissi af henni, kallaði hana „innri mótsögn“ heim-
spekisögunnar.21 Hann leit á heimspekisöguna fram til eigin tírna sem
sögu þróunar eða framfara; þetta er framfarahyggja um sögu heimspekinn-
ar. Vissulega Uðurkennir hún mikilvægi sögunnar í heimspekisögunni.
Hins vegar má sögulegt umhverfi einu gilda, röklegt sambengi og þróun
skiptir öllu. Hegel er einn fulltrúa þráttarhyggju um heimspekisögu. Spor-
göngumenn hans á nítjándu öld, ekki síst breskir hughyggjumenn, bjuggu
til efdrfarandi sögu nýaldarheimspeki sem enn er við lýði: nýaldarheim-
speki einkennist af tvenns konar skólum, breskri raunhyggju og rökhyggju
20 Garrett, „Philosophy and History in the History of Modem Philosophy", bls. 46-
51, gerir grein fyrir sögu heimspeldsögu á nýöld.
21 G. W. F. Hegel, „Vorlesungen iiber die Geschichte der Philosophie I“, K. L. Mi-
chelet (ritstj.), Hegel: Samtliche Werke 17, Stuttgart: Frommanns, 1959 [1833], bls.
35: „Der Gedanke, der uns bei einer Geschichte der Philosophie zunachst entge-
genkommen kann, ist, dafi sogleich dieser Gegenstand selbst einen inneren Wid-
erstreit enthalte. Denn die Philosophie beabsichtigt das zu erkennen, was unver-
ganghch, ewig, an und fur sich ist; ihr Ziel ist die Wahrheit. Die Geschichte aber
erzáhlt solches, was zu einer Zeit gewesen, zu einer anderen aber versch-WTmden
und durch anderes verdrángt worden ist.“
202