Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 201
SAGA OG SAMTÍÐ HEIMSPEKINNAR
Skoðunin er ekki eins róttæk og virðist við fyrstu sýn: heimspekisaga er
að vísu annað en heimspeki, en hún getur hjálpað heimspekingum, verið
tól og tæki þeim sem ghma við heimspekileg vandamál (eða gátur); dæmi
um sKka notkun á heimspekisögu eru mýmörg. I vissum skilningi er hún
þá þrátt fyrir allt hluti heimspeki, sem vandamálasaga: hún tiltekur vanda-
mál (eða gátur), lýsir rökum og skoðunum hðinna heimspekinga. (Sem
gátusaga er skoðunin greinileg hjá ýmsum málspekingum, sem grafa í
verkum hðinna heimspekmga efdr hugtakaruglingi og misnotkun máls-
ins.) Það má lesa verk liðinna heimspekinga, segir vandamáiasagan, með
þeim ásetningi að endurskapa meiningar þeirra á skýran og skynsamlegan
hátt. Þess vegna er einhvers virði að lesa skoðanir og kemiingar þeirra. Þær
eru í raun haiBnar yfir stund og stað, sem og þau ólíku hlutverk sem þær
hafa gegnt í tímans rás. Hugmyndimar í verkum liðinna heimspekinga
eiga sér samastað í rými skynseminnar. Annað er sögulegur fróðleikur.
Frægt dæmi um sögu af þessu tagi er rannsókn á Descartes efdr Bern-
ard Wilhams, sem segist í formálanum stefna meðvitað og undanbragða-
laust að skynsamlegri endursköpun hugsunar Descartes í ljósi samtíma-
heimspeki.' Eins sagði heimspekingur að lesa skyldi Menon eftir Platon
eins og hann hefði birst í nýjasta hefti tímaritsins Mind? Þetta viðhorf til
heimspekisögunnar var algengt á tuttugustu öld og skilaði miklum ávinn-
ingi.9 Ljóslega er mikið til í þessari skoðun á gildi þess að lesa verk liðinna
heimspekinga. En varla er öll sagan sögð. Manni finnst lítið verða úr stað
og stund, því að á hverri stund þurfa allir að vera einhvers staðar. Að svo
ism-, sjá „HeimspeH sem hugvísindi“, Hugur 15/2003, bls. 66-83, Haukur Már
Helgason þýddi; enska: „Philosophy as a Humanistic Discipline” [2000], Philo-
sophy as a Humanistic Discipline, Princeton: Princeton University Press, 2006, bls.
180-99. Venjulega er þetta hugtak notað á neikvæðan hátt, sem er fjarri mér. Hér
er aðaiatriðið það viðhorf til sögu heimspeH sem gæti hægast haidist í hendur við
vísindahyggju.
Bemard Williams, Descartes: The Project ofPure Enquiry, Harmondsworth: Penguin,
1978, bls. 9-10. Fjöldamargir heimspekingar hafa farið eins að, þ. á m. Giibert
Harman.
8 Sjá nánar Garber, „What’s Philosophical about the History of Philosophy?“, bls.
131.
9 Meðal frægari dæma tuttugustu aldar er verk Wílliams um Descartes og verk Pet-
ers Strawson um Kant, The Bounds ofSense (1966). Gary Hatfield fjallar um aðferð
hans að svo miHu leyti sem hún snertir heimspeHsögu; sjá „The History of Philo-
sophy as Philosophy“, í Sorell og Rogers, Analytic Philosophy and the History of
Philosophy, bls. 83-128, hér bls. 95-97.
199