Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 117
HANDAN STAÐALMYNDA
að viðurkenndri orðræðu og móta birtingarmyndir sameiginlegs veru-
leika. Staðalmjmdir geta enn fremur endurskapað ákveðna orðræðu og
gefið henni vald.8
I gegnum ákveðnar staðalmyndir hafa múslimar á síðustu árum fengið
stöðu „hins“ í vestrænum samfélögum. Kjami þessara staðalmynda felst í
þeirri hugsun að „þetta fólk“ er tahð ólíkt „okkur“, og menning „þeirra“
er talin einkennast af ofbeldi og kvennakúgtm. I þessum staðalmyndum
verða karlar sem aðhyllast íslam ofbeldisfnlhr, jafhvel hryðjuverkamenn,
og konur fómarlömb þeirra og trúarbragðanna. Birtingarmyndir af mús-
limskum konum á Yesturlöndum sýna þær yfirleitt ekki sem gerendur og
gegnir hefðbundinn klæðnaður þeirra þar lyldlhlumerki, en í augum margra
er hann tákn fyrir slæma stöðu kvenna innan íslam. Hér er vissulega
dregin upp afar einföld og dökk mynd af stöðu mála en það er einmitt það
sem staðalmyndir gera. Þar með þjóna þær þeim tilgangi sínum að við-
halda ákveðinni stigskipun á milli einstaklinga og hópa, ásamt því að skil-
greina hið viðtekna og sjónarhomið sem ákvarðar hið viðtekna.
Ahrif þölmenningar á menningu samtímans eru ekki djúpstæð enn sem
komið er. I umræðum um þann veruleika sem innflytjendur frá löndum
múslima búa við á Vesturlöndum reynist oft erfitt að lýsa honum með við-
eigandi hætti og þegar kemur að umþöhun um íslam og konur held ég því
fram að ákveðin ímyndunarfátækt ríki. I því ljósi væri athyghsvert að
skoða hvaða raddir fá hljómgrunn á Vesturlöndum í umræðum um íslam
ogvert er að spyrja af hverju frásagnir þeirra kvenna sem eru þolendur of-
beldis, og annarra voðaverka í löndum múslima, njóta svona mikiha vin-
sælda á meðan sjálfsævisögur kvenna sem nefna sig íslamska femínista, líkt
og rit Fatimu Memissi9 og Leilu Ahmed10, hafa ekki átt upp á pahborðið
hjá vestrænum lesendum. Eins og þessar konur benda á er því ekki að
neita að ofbeldi og kvennakúgun eigi sér stað í samfélögum múslima en
gagnrýnivert að erfiðar aðstæður múshmskra kvenna víða um heim séu
heimfærðar á þær ahar óháð stað og stund.
8 Stuart Hall, „The Work of Representation", Representation: Cultural Representa-
tions and Signifyng Practices, ritstj. Stuart Hall, London: Sage Publications Ltd,
1997, bls. 15-64, hérbls. 17.
9 Fatima Memissi, Dreams ofTrespass: Tales ofa Harem Girlhood, London: Perseus
Books Group, 1994.
10 Leila Ahmed, A Border Passage: From Cairo to America- A Woman’s Joumey, New
York: Farrar Straus & Giroux, 1999.