Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 237
„JEG JÁTA AÐ JEG ER OPT ÓÞÆGILEG“
skrifaði frændkonu sinni í apríl 1881 að sér liði „mikið vel, það er svo ógn
skemmtilegt í skólanum og þykir mjer alltof lítill tími eptir af honum.“52
I umhverfí sem þessu hafa stúlkur eins og Bríet, sem var frökk og með-
vituð um alþýðlegan uppruna sinn og kynferði, kannað það rými sem þær
höfðu til athafna og andófs. Þetta var nýr og styrkjandi vettvangur sem gaf
tækifæri tdl þess að móta hugsun og jafnvel sjá lengra irm í framtíðina en
daglegt rými bústarfa og vinnumennsku gaf færi á.
Þegar lífshlaup og barátta Bríetar Bjarnhéðinsdóttur eru skoðuð má sjá
að líf hennar einkennist af stöðugum umbrotum. Hún þenur til hins ítr-
asta þau mörk sem henni eru sett en sækir jafnframt styrk og réttlætingu
til stallsystra sinna, ekki endilega til þeirra sem næst henni stóðu í bar-
áttunni heldur fremur til kvenna sem minna máttu sín, kvenna sem ekki
treystu sér til að láta til sín heyra opinberlega eða höfðu aðgang að nauð-
synlegum miðlum til þess, en einnig tdl baráttukvenna í öðrum löndum.53
Játningin
Bréf Bríetar er eins konar tdlratm hennar tdl að sálgreina og skilja sjálfa sig
betur, að ná tökum á skapi sínu. Að því leytd er spennandi að skoða það í
tengslum við kenningar um orðræðu játningarinnar þar sem hið kristdlega
form játningar hefur þróast yfir í sálfræðilega aðferð, í leit mannsins að
sjálfum sér eða sjálfi. Breska fræðikonan Sara Mills segir að þótt játningin
feli í sér að sá sem játar (syndir, glæpi o.s.frv.) gefi sig með játningunni á
vald ráðandi kerfis þá hafi ýmsir femínískir kenningasmiðir bent á að í
henni fehst einnig andóf. Þá er áttvið að jafhframt því sem hið undirgefna
sjálf játar syndir sínar eða veikleika verði um leið tdl andóf eða andstaða
því að viðkomandi áttd sig á því að erfiðleikar hans kunni að stafa af ytri
samfélagslegum aðstæðum.54 Þetta er bersýnilegt á bréfi Bríetar, hún játar
veikleika sína en bendir um leið á að aðrir eiga sinn þátt í því að hún er
32 Lbs 3179a, 4to. Guðrún Jakobsdóttir til Jakobínu Sigurgeirsdóttur 17. apríl 1881.
53 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 64, 72, 220-221. A málþingi um arfleifð
Bríetar, sem haldið var við Háskóla Islands 29. september 2006, flutti dr. Auður
Styrkársdóttir afar athyglisverðan fyrirlestur í máli og myndum um alþjóðaþing
kvenréttdndafélaga, áhrif þeirra á Bríeti og stöðu hennar innan sambandsins. Er-
indi Auðar nefhdist: „.JVhnn glaðastd ævitími“. Bríet og alþjóðabaráttan fyrir kosn-
ingaréttd kvenna.“
34 Sara Mifls, Discourse, bls. 74—77. - Eiríkur Guðmundsson fjallar einnig um játn-
ingarorðræðu í bók sinni Gefðu mér veröldina aftur.
235