Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 263
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SÖGU KÍNA
rit reynast ekki styðja þá fullyrðingri.20 Svona mætti lengi telja, í smáu sem
stóru.21
Einnig er nokkuð um glannalegar staðhæfingar í bókinni sem virðast
alls ekki byggja á heimildum. Þagnarrök (argumenta ex silentio) og öfug
sönnunarbyrði eru iðulega notuð sem rök fyrir alhæfingum sem engin rök
eru fyrir í heimildum, t.d. að Maó hafi ekki haft neina samúð með bænd-
um (sjá bls. 9). Einnig er fullyrt að her kommúnista hafi eingöngu þrifist
vegna stuðnings frá Sovétríkjunum en engin heimild er fyrir þeirri óvæntu
staðhæfingu.22
I ljósi þeirra alvarlegu vankanta á heimildarýni sem einkenna bókina er
ljóst að fræðilegt gildi hennar er takmarkað. Vinnubrögð höfunda eru með
þeim hætti að engu er treystandi sem þeir fullyrða sem er auðvitað baga-
legt í þeim tilvikum þar sem eitthvað kynni að vera að marka ffásögn
þeirra.23 Það útilokar ekki í sjálfu sér að bókin geti haft notagildi sem læsi-
leg ævisaga ætluð almennum lesanda, en það má þó telja ósennilegt. Þeir
sem vilja fræðast um Maó hefðu miklu meiri not af alþýðlegu riti sem
byggir á niðurstöðum traustra ffæðirita, en riti sem kemur óhjákvæmilega
af stað villum og misskilningi vegna þess að höfundar virða ekki grund-
vallarvinnubrögð við notkun heimilda.
Hinn allmdttki Maó
í umfjöllun um bókina hefur iðulega komið ffam að bókin veiti lesendum
nýja sýn á Maó. Þetta hefur t.d. verið leiðarstef í viðtölum við Jung Chang
sem heldur því fram að aðrir hafi „horft á en ekki séð“ hina réttu mynd af
Maó.24
Þetta er að einhverju leyti rétt en að flestu leyti rangt. Það er til að
mynda engin sérstök nýjung fólgin í því að sýna Maó sem valdafikinn
20 Sjá Andrew Nathan, ,Jade and Plastic“.
21 Sjá t.d. Donald Gillies, „A Question of Sources", London Reviexo ofBooks 5. janúar
2006.
22 Um þetta dæmi o.fl. sjá Gregor Benton, Steve Tsang, Timothy Cheek, Lowell
Dittmer og Geremie R. Barmé, ,JVlao: The Unknown Story — An Assessment“,
bls. 115.
23 Kínafræðingurinn Lucien Bianco bendir á að þessi ævisaga sé „d’autant plus
fourbe qu’elle ne trompe pas toujours", Les origines de la révolution chinoise 1915-
1949, 4. útg., París: Editions Gallimard, 2007, bls. 504.
24 Sjá t.d. Lisa Allardice, „This Book Will Shake the World“.
261