Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 106
ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
á valdi sínu.25 Túlkur sem tekur yfir samtalið eða fer að tala við lækni án
þess að það sé túlkað fyrir sjúklinginn brýtur gegn þessu megin sjónar-
miði. Líklegt er að hann auki á þá upplifun sjúklingsins að hann ráði engu
um þá stöðu sem hann er í og sé óvirkur þolandi fremur en fullgildur þátt-
takandi í samtalinu. I ratm bæri túlki að túlka samtalið á milli Búa og
læknisins í dæminu hér að ofan á nákvæmlega sama hátt og hann m>mdi
túlka samtal milh Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta. Hann ætti að
túlka öll samskipti sem eiga sér stað á læknastofunni og ætti að bera sömu
virðingu fiTÍr öllum þeim persónum sem hann túlkar fiTÍr. Það er þvd
einnig mikilvægt að hann forðist að vera virkur þátttakandi með trum-
kvæði í samtalinu.
Þótt ég hafi hér dregið upp þá mynd af túlkinum að honum beri að
vera algerlega hlutlaus í því samtali sem fram fer þá er það nokkur einföld-
un á þeim flóknu samskiptum sem eiga sér stað í túlkuðu samtali. Vissu-
lega hefur það mikla kosti og er mikilvægt að túlkurinn taki ekki vfir sam-
talið í krafti þeirrar stöðu sem hann er í. Eins og áður sagði er hlutverk
túlksins fyrst og fremst að vera eins konar brú á milli læknis og sjúklings,
sjá til þess að sjúklingurinn geti staðið uppréttur andspænis lækninum,
tjáð sig um mál sín og skilið það sem læknirinn segir. Túlkurinn ætti því á
engan hátt að skyggja á sjúklinginn né taka af honum orðið eða gera lítið
úr honum. Leiðarljós túlksins í starfi ætti því að vera að staða sjúklingsins
styrkist fremur en veikist við að fá túlk inn í samtalið.26 Vegna þessa hafa
margir aðhyllst þá kröfu að túlkurinn sé hludaus um málefiún og að hann
eigi aldrei að blanda sér eíhislega í þær samræður sem fram fara. Mark-
miðið með slíkri hlutleysiskröfu er að styrkja sjálffæði og virðingu þeirra
sem taka þátt í samtalinu og hindra að túlkurinn fari í hlutverk „hjálpar-
mannsins“ eða þess sem tekur ákvarðanir fyrir sjúklinginn í skjóli þess að
hann viti hvað sjúklingnum er fyrir bestu.27 Vandinn við þessa hlutleysis-
kröfu er á hinn bóginn sá að hún er ekki að öllu leyti raunhæf. Túlkurinn
25 Jan Humphrey, Bob Alcom og Janice H. Humphrey, So You Want to Be an
Inteipreter, bls. 12.10.
26 Sjá: „Empowerment of the CIient“ í Jan Humphrey, Bob Alcorn og Janice H.
Humphrey, So You Want to Be an Inwpreter, bls. 12.10.
27 Sama rit, bls. 5.10. Sjá einnig: Granville Tate og Graharn H. Tumer, „The Code
and the Culture: Sign language interpreting - in search of the new breeds ethics“,
Inteipreting inteipreting; Studies and reflections on sign language inteipreting, ritstj.
F.J. Harrington og G.H. Tumer, Coleford: Douglas McLean, 2001, bls. 53-67,
hér bls. 55.