Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 224
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
framfara. Þótt Þóra Melsteð hafi tæplega haft kvenfrelsi í huga þegar hún
skrifaði þessi orð er óhætt að taka undir með Bríeti Héðinsdóttur leikkonu
þegar hún skrifar eftirfarandi í bók sinni um ömmu sína og nöfhu, Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur: „Stofnun kvennaskóla hefur líka haft eitt í för með sér,
ómetanlegt fyrir þróunina [framgang kvenffelsismálsins]: þar hittast ung-
ar stúlkur víða af landinu, bera saman bækur sínar. Þær tala saman.“15
Stúlkur sem fóru á kvennaskóla og hrifust jafnvel af bókum og hvers
kyns lærdómi urðu hins vegar ekki sjálfkrafa kvenfrelsiskonur. Þtært á móti
er nauðsynlegt að hafa í huga að margar konur samsömuðu sig hefðbundnu
hlutverki móður, eiginkonu og húsmóður. Fyrir þeim var kvennaskóla-
námið liður í fullkomnun þess hlutverks. Konur bregðast misjafnlega \dð
þeim ímyndum sem haldið er að þeim, segir menningarfræðingurinn Sara
Mills þegar sem hún ræðir orðræðu(r) kvenieika og áhrif hennar (þeirra) á
konur. I fyrsta lagi minnir hún á að kvenleiki sé ekki einsleitur og í textum
komi fram margvísleg viðhorf og afstaða til kvenleika og í öðni lagi mis-
munandi viðbrögð kvenna, sem ýmist andæfa þessum formgerðum orð-
ræðu og stofnana eða samsama sig þeim. Þessar mismunandi orðræður
takast á og breytast bæði að formi og innihaldi. Við þennan núning eða
átök orðræðna segir Mills opnast rými þar sem hægt er að andæfa ríkjandi
orðræðum og formgerðum og móta hugmyndir um eigið sjálf.16
I þessu ljósi eru kvennaskólarnir, sem í senn voru vettvangur íhalds-
semi og nýjunga, spennandi rannsóknarefhi. Beina þarf sjónmn að skól-
unum sem nærandi og styrkjandi rými þar sem stúlkur og konur gátu um
stund lifað vernduðu lífi utan veruleika búskaparstrits og vinnumennsku
íslensks samfélags. A skólunum gátu stúlkur gert tilraunir, ef svo má að
orði komast. Þær gátu rökrætt og rifist án þess að vinnumenn eða bræður
fylgdust með og hlægju að þeim og þær gátu látið reyna á hegðunarreglur
samfélagsins. Skólana er því hægt að skoða sem heim út af fyrir sig þar
sem stúlkur höfðu möguleika á óformlegum leiðum til þroska, menntunar
og andófs gegn ríkjandi gildum.
Eg styðst við skrif grísku fræðikonunnar Mariu Tamboukou, sem hefur
rannsakað og skrifað um konur í fyrstu kveimagörðum enskra háskóla.
Með kvennagörðum er átt við skóla (e. colleges) í Cambridge sem sérstak-
ls Bríet Héðinsdóttir, Strá í breiðrid. Bók um Bríeti Bjarvhéðinsdóttur byggð á bréfum
hennar, Reykjavík: Svart á hvítu, 1988, bls. 25. Bókin var endurútgefin af JPV-for-
lagi 2006.
16 Sara Mills, Discourse, London: Routledge, 2. útg. 2. pr., 2005, bls. 84.
222