Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 169
TVÍHEIMAR
hyggja getur orðið hluti af margskonar íjölmenningarlegri fjölhyggju,
sumar hverjar með hálfopinbera stöðu. Sem dæmi má nefna Los Angeles
hátíðina árið 1991, sem Peter Sellars skipulagði af stórhug. Þar var kekkj-
ótt innihald hins bandaríska suðupotts lofsungið með því að gefa yfir-
þyrmandi fjölbreytileika Los Angeles borgar alþjóðlega skírskotun. A
hátíðinni voru Taílendingahverfin tengd við innflutta dansara ffá Taílandi.
Hið sama var gert við Kyrrahafseyjaskeggja og ýmsar þjóðir frá Kyrra-
hafsströndinni.32 Þ\ærþjóðlegum þjóðerniseinkennum var safnað saman
og þeim stdllt upp með framúrstefnulegum hætti, að því er virðist til að
upphefja umhverfi lista og menningar sem ekki hverfðist um Evrópu. Los
Angeles, farsæll gestgjafi Olympíuleikanna, væri sannkölluð „heimsborg“.
Japönsk og amerísk stórfyrirtæki styrktu hátíðina rausnarlega og á
heildina litdð var útkoman hættulaus og fegruð þverþjóðemishyggja. Lág-
launaþrælakisturnar, þar sem margir meðlimir þeirra hópa sem mærðir
voru á hátíðinni unnu, vora ekki til sýnis sem vettvangur „listar“ eða
„menningar“ á þessari hátíð tvíheimanna.33
Fræðimaðurinn bell hooks hefur bragðist við straumum innan banda-
rísku akademíunnar og bent á að viðfangsefhi sem eru alþjóðleg eða snúa
að eftirlendum séu oft þægilegri viðfangs en átakasambönd heima fyrir,
ágreiningur sem mótast af kynþætti og stétt.34 Ef við lögum þetta hugðar-
32 í víðtækri sögulegri gagnrýni á orðræður um Kyrrahafsströndina og hugmynda-
ffæði frjálshyggjunnar/ný-ffjálshyggjunnar um „sanngjöm viðskipti“, bendir
Christopher Connery („Pacific Rim Discourse: The Global Imaginary in the
Late Cold War Years“, Boundary 2 21,1/1994) á hættuna á því að ímynda sér staði
þar sem farið er yfir landamæri í heimsborgaralegum anda og forræðishyggju er
hafnað „innan ríkjandi hugtakakategóríu Heimshafsins, þegar litið er til þess að
það er uppáhalds goðsagnarþáttur kapítalsins". Hartn óskar eftir vandlegri sögu-
legri úttekt á Kyrrahafsorðræðum, en það hugðarefni hans á einnig við um sýn
Gilroys á svarta Atlantshafið, sjá hér á eftir.
33 Margvíslegar frásagnir um Los Angeles hátíðina og gagnrýni á hana má sjá í New
Geographies ofPerformance: Cultural Representation and Intercultural Exchange on the
Edge of the 21st Century: Summary Report, Los Angeles: Getty Center for the His-
tory of Art and the Humanities, 1991, sjá einkum athugasemdir Lisu Lowe um
áhrif póstmódemískrar fjölmenningarhyggju í þá átt að draga úr gildi pólitíkur.
34 bell hooks, „Critical Interrogation: Talking Race, Resisting Racism“, Traveling
Theories, Traveling Theorists, ritstj. James CHfford og Vivek Dhareshwar, Center
for Cultural Studies: University of Califomia, Santa Craz, 1989, bls. 159- 164.
(Inscriptions, 5.); bell hooks, Yeaming: Race, Gender and Cultural Politics, Boston:
South End Press, 1990; sjá einnig Gayatri Chakravorty Spivak, „Who Claims
Alterity?“, Remaking History, ritstj. Barbara Krager og Phil Mariani, Seattle: Bay
Press, bls. 269-292.
167