Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 265
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SÖGU KÍNA
Verður þessi málatilbúningur fáránlegur á köflum, t.d. þegar gefið er í
skyn að Maó hafi orsakað hjartaáfall Stalíns í mars 1953, eða eins og segir
í bókinni: „Ekki er útilokað að Maó hafi stuðlað að veikindum hans“ (bls.
410). Skömmu síðar gefa höfundar í skyn að Berlínarmúrinn hafi verið
reistur að tillögu Maós (bls. 420). Og Víetnamstríðið? Að sjálfsögðu hófst
það fyrir tilverknað Maós (bls. 526-27). Þannig sjá höfundar hann alls
staðar að verki í smáu sem stóru.
Allt sem Maó segir eða gerir er umsvifalaust túlkað honum til lasts og
og engin önnur túlkun á atburðunum kemst að nema illska Maós. Þetta
gengur býsna langt. Hótunum Bandaríkjastjórnar um að gera kjarnorku-
árás á Kína er t.d. lýst sem léttvægu tdlefni fyrir því að Kínverjar sóttust
eftir því að eignast slík vopn (bls. 410). I svipuðu samhengi taka höfundar
að sér að vera gagnrýnislaus málpípa bandarískra stjórnvalda sem neita því
enn þá að hafa notað efnavopn í Kóreustríðinu þrátt fyrir því að sterk rök
séu fyrir öðru.29 Einnig er gefið í skyn að kínversk stjórnvöld hafi sjálf
lokað á öll viðskipti við Bandaríkin (bls. 381-83), en staðreyndin er hins
vegar sú að Bandaríkm beittu sér fyrir viðskiptaþvingunum á Kína sem
hluta af átökum kalda stríðsins.-!0
Hvers konar illmælgi um Maó er fyrirvaralaust færð til bókar, hver svo
sem heimildin er. Meðal þess sem Maó er gefið að sök er að hafa kennt ber
að ofan (bls. 18) og þótt vænt um dóttur sína þótt hún væri „klædd í fram-
andi rússnesk ullarpils og leðurskó“ (bls. 671). Oft er augljóst að dæmin
sem höfundar nota tdl að sanna illmennsku Maós gefa ekki neitt tdlefhi til
þess. Slúðursögur eru t.d. notaðar sem heimildir fyrir því að Maó hafi ekki
syrgt son sinn sem féll í Kóreustríðinu (bls. 415), þegar ekki skortir heim-
ildir sem hefðu sýnt fram á annað.31
29 Sjá t.d. Stephen Endicott og Edward Hagerman, The United States and Biological
Warfare: Secrets from the Early Cold War and Korea, Bloomington og Indianapolis:
Indiana University Press, 1998.
30 Sjá t.d. Shu Guang Zhang, Economic Cold War. America’s Embargo Against China
and the Sino-Soviet Alliance, 1949-1963, Stanford: Stanford University Press,
2001. Einangrunarstefna Bandaríkjastjórnar gagnvart Kína var mun harkalegri og
öfgakenndari en stefna hennar gagnvart Sovétríkjunum, sbr. James Peck, Was-
hington’s China. The National Security World, the Cold War, and the Origins ofGlo-
balism, Amherst og Boston: University of Massachusetts Press, 2006, bls. 3-4.
31 Sjá t.d. Delia Davin, „Dark Tales of Mao the Merciless“, Times Higher Education
Supplement 12. ágúst 2005.
2Ó3