Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 254
DAISY NEIJMANN
við hvernig við skiljum bókina sem útlendingar, hvað íslenskir lesendur
hafa sagt um hana, hvort nemendur kannist við efhið sem höfundur tekur
fyrir í verkinu, hvað í verkinu talar helst til þeirra eða virkar framandi, af
hverju þetta stafar, hvaða mynd höfundur dregur upp af Islandi og af
hverju, o.s.írv. Með því að gera grein fyrir bókmenntaverki út frá hugtak-
inu „menningartúlkun“ og nálgast það á gagnrýninn hátt verður hægt að
gera erlent sjónarhorn að kosti fremur en galla.
Imynd og veruleiki
Það er eitt að kenna nemendum að vera gagnrýnir gagnvart staðalmynd-
um annarrar menningar en annað að drepa áhuga þeirra. Það er mjög mik-
ilvægt að nemendur læri að opna hugann, mynda sér gagnrýna skoðun og
ná að skilja það að túlkun þeirra á annarri menningu kann að byggjast á
mýtum og klisjum annars vegar og á því sem þeir eru óánægðir með og
telja skorta í þeirra eigin heimamenningu hins vegar. Með öðrum orðum:
það Island sem þeir ímynda sér kemur íslandi eða íslenskri menningu lítdð
sem ekkert við. Ef ég sem kennari er of áköf við að sýna þeim að Islandið
þeirra sé ekki til nema í huga þeirra er hætta á að þeir missi áhugann, að
eldurinn slokkni. Auk þess sem mér þætti það sjálfri mjög sorglegt og
óæskilegt væri það heldur ekki mjög heppilegt.
Nú á dögum eru háskólar orðnir að fyrirtækjum sem eru háðir mark-
aðsöflum. Mikilvægi nemendaþöldans eykst stöðugt því að tekjur tengjast
honum. Það er því ætlast til að námskeið séu gerð eins aðlaðandi og hægt
er, séu „seld“ með því að nýta það sem dregur nemendur að íslensku. Is-
lenskunám er neysluvara. Námskeið eiga að „koma til móts við“ áhuga
nemandans, ekki drepa hann. Það sem er, eða virðist, „öðruvísi" er alltaf
meira spennandi. Að því leyti er það að nema annað tungumál og menn-
ingu ekki svo ólíkt ferðamennsku, eins konar fræðilegur túrismi, þar sem
mann langar að komast burt frá heimamenningu hversdagsleikans til að
kynnast einhverju nýju, hætta sér út í hið óþekkta, fá sér „Island með öllu“.
Og kannski er ekkert skrýtið við það, við könnumst víst öll við það að
nokkru leyti. Þannig koma nemendur til með að verja tíma og heilmiklum
peningum í að stunda íslenskunám, ár effir ár, alls staðar í heiminum. Það
er hlutverk kennarans að koma á jafnvægi, að fá nemendur til að gera sér
grein fyrir hvaðan íslandsmynd þeirra kemur, að reyna að víkka áhuga
þeirra, veita þeim tækifæri og tæki svo að þeir öðlist sjálfir menningar-