Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 215
SAGA OG SAMTÍÐ HEIMSPEKINNAR
ég fæ ekki séð hvaða merkingu klassísk fræði hefðu á okkar tímum, ef
ekki þá að vera ótímabær, þ.e.a.s. fara á móti tímanum, og þannig hafa
áhrif á tímann og vonandi til heilla fyrir framtíðina.”48 Það sem heim-
spekisagan getur gert - eins og klassísk fræði - er að gera hið framandi
kunnuglegt og hið kunnuglega framandi 49 Réttlæting heimspekisögu sem
skilin er þessum skihiingi felst í mikilvægi þess að öðlast þarlægð á nútíð-
ina, þá fjarlægð sem gerir manni kleift að skilja nútíðina og tala til hennar
í krafti þessa skálnings. Reyndar hefur verið bent á skylda hugsun hjá sjálf-
um Descartes, þeim sem (að sögn) vildi segja skihð við heimspekihefðina
og fylgja ljósi náttúrunnar: „lestur alfra góðra bóka er sem viðræða við
höfundana, merkustu menn hðinna tíma, og sú orðræða er hnitmiðuð, því
að þeir láta það eitt uppi sem þeir hafa hugsað bezt... samneyti við menn
hðinna alda má jafna til ferðalaga. Æskilegt er að kunna nokkur deihú sið-
um annarra þjóða til þess að dæma viturlega um eigin siði, svo að'mönn-
um famist ekki eins og þeim, sem hafa ekki hleypt heimdraganum, og ætla
aht hlægilegt og heimskulegt, sem andstætt er venjum heimalandsins.“50
Um þessar mundir má telja umhverfishyggjuna einkanlega mikilvæga
og gjöfula aðferð vegna þeirrar óvissu sem ýmsir telja ríkja meðal heim-
spekinga tun eðli greinar sinnar, hlutverk og stefnud1 Fyrrgreindur Bem-
48 Nietzsche, formálsorð að Otímabœnim athugasemdum U: Um gagn og ógagn sög-
unnar fyrir lífið („Unzeitgemásse Betrachtungen II: vom Nutzen nnd Nachtheil
der Historie fiir das Leben“ [1874], í G. Colli og M. Montinari, Nietzsche: Werke:
Kritische GesamtausgabeTU.l, Berlín: de Gruyter, 1972, bls. 239-330, hér bls. 243):
„...ich wiisste nicht, was dies classische philologie in unserer Zeit fiir einen Sinn
hátte, wenn nicht den, in ihr unzeitgemáss - das heisst gegen die Zeit und da-
durch auf die Zeit und hoffentlich zu Gunsten einer kommenden Zeit - zu wirk-
en.“ Bemard Wilhams, „Descartes and the Historiography of Philosophy"
[1994], The Sense ofthe Past: Essays in the History ofPhilosopby, Prmceton: Prince-
ton University Press, 2006, bls. 257-64, hér bls. 259). Róbert H. Haraldsson gerir
sér mat úr hugmyndinni í Fijálsir andar: Ótímabterar hugleiðingar um sannleika,
sögu og trii, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004.
10 I ritgerð sinni What is a Classic? (1944), málsvöm fyrir klassískar bókmenntir,
einkum Virgil, hallmælir T. S. Ehot því sem hefur upp frá því kallast temporal
provináalism.
René Descartes, Orðræða um aðferð [Discours de la méthode (1637)], Þorsteinn
Gylfason þýddi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991, bls. 65-66; sjá
Cottingham, „Why Should Analytic Philosophers Do History of PhilosophyP",
bls. 30-32.
Don Garrett („Philosophy and History in the History of Modem Philosophy“,
bls. 57—71) hefur tekið saman það sem hann telur vera fjögur markmið heim-
spekisögu af þessu tagi: að ákveða umhverfi heimspeldverka og tengslin á milli,
2I3