Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 112
ASTRIÐUR STEFANSDOTTIR
að þeir sem verða fyrir slíkii og hafa ekki gott vald á íslensku sitja ekki við
sama borð og aðrir hvað varðar aðgang að læknisþjónustu f\rrir sig og sína
nánustu, t.a.m. böm sín. Þetta er óréttlæti í samfélagi okkar sem þarf að
leiðrétta. Hin lagalega skylda er nokkuð skýr42 en í ffamkt-æmdinni geta
komið ffam alvarlegir misbrestir. Skýringuna á þessu tel ég vera tvíþætta:
Annars vegar þá staðremd að túlkasamskipti geta verið flókin og erfið og
ffeistast því sumir heilbrigðisstarfsmenn til að telja að betra sé að vera án
túlks. Vandinn er þá sá að sjúklingur skilur eitthvað en ekki allt og getur
ekki tjáð sig um það sem hann skilur ekki, né mótmælt því sem hann vill
ekki. Hér er því komin fram hætta á óafvitandi þvingun af hálfu heilbrigð-
isstarfsmannsins. Hins vegar kann skýringin á að túlkar séu ekki kallaðir
til að vera sú að þegar heilbrigðisstofnanir þurfa að greiða fyrir þessa
þjónustu með eigin rekstrarfé er ffeistandi að skera hana niður. Verður þá
sú spurning áleitin hvort þeim sem tilheyra jaðarhópum samfélagsins, t.d.
farandverkamönnum sem staldra stutt við, eða föduðum sem eiga erfitt
með tjáningu, sé ekki mismunað þar sem þeir fá ekki sambærilega þjón-
ustu og aðrir borgarar? Það er full þörf á að minna á að siðferðilega erum
við öll jöfn og lækninum ber skylda til að þjóna öllum af sömu virðingu og
alúð.43 Allir sjúklingar eiga auk þess skýlausan lagalegan og siðferðilegan
rétt á að geta tjáð sig og skilið það sem varðar þeirra eigin sjúkdómsmeð-
ferð.44
Lokaorð
Ég sagði í upphafi að sjálffæði og virðing sjúklinga á innflytjendamóttök-
unni væri oft í hættu. Það þarf sérstaka aðgæslu og meðvitund um aðstæð-
urnar sem þar ríkja til að gera ekki óafvitandi hver mistökin af öðrum í
daglegu starfi. Læknar hafa skýra hugsjón, þeirra hlutverk er að lækna og
líkna. Mikilvægt er þó, til að það verk sé farsællega af hendi leyst, að gera
42 Lög um réttindi sjúklinga nr.74/1997, 5. gr.: „Upplýsingar samkvæmt þessari
grein skulu gefnar jafnóðum og tilefni skapast og á þann hátt og við þau skilyrði
að sjúklingur geti skilið þær. Eigi í hlut sjúklingur sem ekki talar íslensku eða not-
ar táknmál skal honum tryggð túlkun á upplýsingum samkvæmt þessari grein.“
43 Ivan Wolffers, Sharuna Verghis og Malu Marin, ,ALigration, human rights, and
health", bls. 2019-2020; Sjá einnig: Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, 1.
gr-
44 Lög um réttindi sjúklinga nr.74/1997; Siðareglur Læknafélags Islands, júní 2006,
1. gr, 8. gr. og 9. gr.
IIO