Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 210
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
ekki. Það er hægt að nálgast verk liðinna heimspekinga með þeim ásetn-
ingi að endurskapa meiningar þeirra á skynsamlegan, skiljanlegan og skýr-
an hátt, og rökræða síðan heimspekilega við þá eins og þeir tilheyrðu sama
umhverfi og við sjálf. Því hver er annars tdlgangurinn með heimspekisögu
ef ekki sá að stunda heimspeki? Þess vegna er einhvers tdrði að ræða við
Aristóteles um eðlishugtakið. Hins vegar: Aristóteles var ekki hvergi;
spurningar hans og svör nrðu ekki til í tímalausum heimi skynseminnar,
heldur spurði hann og svaraði vestan megin og austan við Eyjahafið á
fjórðu öld fyrir Krist, með Platon og skóla hans sem afgerandi áhrifavald,
með gríska borgríkið sem fyrirmynd að pólitískri skipan en heimsveldi
Alexanders á næsta leiti, með þræia allt um kring og Demosþenes að hvetja
Aþeninga til andstöðu við Makedóna, ættmenn og vini Aristótelesar.
Það er merkilegt og eilítdð mótsagnakennt að gróskan í sagnaritun
fornaldarheimspeki hefur verið mest hjá heimspekingum innan rökgrein-
ingarhefðarinnar, sem alla jafnan (að sögn) blása á söguna og umhverfið.
En áhrifin, bæði á þá sem leggja stund á fornaldarheimspeki og kollega
þeirra í hefðinni, hafa verið þau að aukin rækt hefur verið lögð við sögu-
legt umhverfi viðfangsefnisins. Þróunin á tuttugustu öld er augljós: fram
að sjöunda áratugnum var Platon lesinn sem samtímaheimspekingur, heim-
spekingar eftir daga Aristótelesar voru sjaldan lesnir; síðan hefm- allt
breyst.36 Þessi þróun einkennist ekki síst af (töluverðu) ffelsi undan
(a.m.k. augljósum) hugmyndaffæðilegum böggum við rannsóknina.
Það má gagnrýna vandamálasögu vísindahyggjunnar á margvíslegan
hátt. Skoðanir heimspekinga sem annarra eiga sér aðrar og dýpri upp-
sprettur en greindar verða beint af blöðum verka þeirra, enda voru þær
viðbrögð við annars konar skoðtmum og aðstæðum en þeim sem við
búum við. Sagnaritari heimspekinnar ætti einnig að líta til ásetnings höf-
undar, segir þessi gagnrýni; grafa eftir skoðunum sem gæm gagnast sam-
tímaheimspekingum í skeytingarleysi þeirra um umhverfi viðfangsefnis-
ins.
Nákvæm heimspekisaga myndi líklega sýna að heimspekin hafði ekki
þá merkingu í samtíma sínum (hvenær sem hann var) sem við ljáum henni.
Hvert var mikilvægasta framlag Platons í augum heimspekinga á öldunum
tveimur eftir hann? Af hverju varð Akademían, skólinn sem Platon stofh-
36 Annas rekur söguna í ,Ancient Philosophy and the Twenty-First Century". Gar-
rett rekur hliðstæða sögu um nýaldarheimspeki í „Philosophy and History in the
History of Modern Philosophy", bls. 51-57.
208