Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 261
DA VINCI-LYKILLINN AÐ SOGU KINA
undar reyna svo að styðja tilvitnunina með annarri þar sem Maó varar við
of miklum ákafa í iðnvæðingu Kína, en hún er einnig slitin úr samhengi
þannig að svo virðist sem Maó sé að hvetja til þess að fórna helmingi
Kínverja í því skyni.12 Markmið höfunda virðist því iðulega vera að ófrægja
Maó með öllum tiltækum ráðum; hvort sem einhver fótur er fyrir því eða
ekki.
Einnig verður að huga að því sem vantar í þetta rit. I ljósi þess hversu
heimildalistinn er langur vekur athygli hve mörg mikilvæg rit um sögu
Kína, sem komið hafa út á síðari árum, er þar hvergi að finna. Er þar
jafnvel um að ræða rit sem varpa ljósi á margt sem sérstök áhersla er lögð
á í bókinni. Hungursneyðin mikla 1960-1961 fær sérstakan kafla í bókinni
en í heimildaskrána vantar mörg þeirra rita sem fara hvað ítarlegast í
saumana á orsökum hennar.13 Þetta er sérkennilegt vegna þess að ein af
„kenningum“ höfunda er að Maó hafi beinlínis ætlað sér að svelta Kín-
verja í hel og raunar alla tíð, ekki aðeins á árunum fyrir hungursneyðina
miklu.14 Þetta reyna höfundar að sanna með tilvísun í orð Maós um að
Kínverjar geti lítið annað flutt út en landbúnaðarvörur (bls. 418), en setja
ekki í samhengi við langa baráttu stjómvalda í Kína fyrir því að brauðfæða
þjóðina, sem þó hefur verið ítarlega rannsökuð. Tölffæði sem sýnir að
matvælaffamleiðsla á íbúa hélst í hendur við fólksfjölgun til lengri tíma
12 Ræðan er birt óstytt í The Secret Speeches of Chairman Mao. From the Hundred.
Flowers to the Great Leap Forward, ritstj. Roderick MacFarquhar, Timothy Cheek
og Eugene Wu, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1989, bls.
494-495.
13 Má þar nefna Penny Kane, Famine in China: Demographic and Social Implications,
New York: Palgrave Macmillan, 1988; Amartya Sen ogjean Dréze, Hunger and
Public Action, Oxford: Clarendon Press, 1989; Y.Y. Kueh, Agricultural Instability in
China, 1931-1990: Weather, Technology, and Institutions, Oxford: Clarendon Press,
1995; David Bachman, Bureaucracy, Economy and Leadership in China: The
Institutional Origins ofthe Great Leap Fonvard, Cambridge: Cambridge University
Press, 1991.
14 Kenningin byggir á ritinu China's Hungry Ghosts frá 1996 eftir blaðamanninn
Jasper Becker. Greining Beckers á orsökum hungursneyðarinnar hefur verið
gagnrýnd sem bæði villandi og ófullkomin, sjá t.d. Mattrice Meisner, Mao’s China
and After. A History ofthe People’s Republic of China, New York: Free Press, 1999,
bls. 237, 241; Mike Davis, Late Victorian Holocausts: ElNino Famines and the Mak-
ing of the Third World, London: Verso Books, 2001, bls. 251. Hins vegar nýta
höfundar sér ekki ítarlegustu og vönduðustu greininguna á orsökum hungurs-
neyðarinnar, AgriculturalInstability in China efrir Y.Y. Kueh, einkum bls. 207-228.