Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 106
GUÐNI ELISSON
viðurkennd hafa verið af vísindasamfélaginu og með því brugðust þeir
þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um raunveruleika hlutanna. Hér
má minna á áðurnefnt minnisblað API (American Petroleum Institute) frá
apríl 1998, og orð þess: „Sigurinn unninn“ þegar fjölmiðlar „skilja“ (bera
kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum og þegar „þeirri sýn sem dregur í efa
„viðtekna þekkingu“ er gert jafnhátt undir höfði og loftslagsvísindum“./4
I aðgerðaáætluninni sem minnisblaðið geymir drög að kemur einnig fram
að senda eigi upplýsingapakka til allra bandarískra dagblaða og þar verði
þeim sem skrifa um vísindi og orkumál boðið upp á „vísindalega ráðgjöf ‘
frá einum af sérfræðingum aðgerðaáætlunarinnar. Þetta áróðursverkefiii
hefur þegar hér er komið sögu kostað langt yfir milljarð króna og árang-
urinn ekki látið á sér standa, eins og rannsókn Boykoffs og Boykoffs sýnir
svo greinilega. Islenskir fjölmiðlar eru ekki síður en erlendir iðnir \ið að
gæta „jafnvægis" í umfjöllun sinni eins og sést glögglega þegar leiðarar
Fréttablaðsins 8. og 9. apríl eru skoðaðir. Fjuri daginn gagnrýnir Auðunn
Arnórsson A1 Gore fyrir hræðsluáróður (Auðunn kallar það „alarmisma“
einhverra hluta vegna), en þann síðari vísar Steinunn Stefánsdóttir til
þeirrar siðferðilegu skyldu jarðarbúa að „leggja barátmnni gegn hlýnun
jarðar lið“./5 Þetta sást einnig glögglega á Rás 2 daginn sem A1 Gore hélt
fyrirlestur sinn, en þá voru þeir Halldór Björnsson, veður- og haffræð-
ingur, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson fengnir til þess að rökræða um
þessi mál, fulltrúi vísindanna og einstaklingur sem skilur ekki einu sinni
hvernig hitafarsmælingar fara fram./6
Svörin sem Jón Þór fékk frá Agli Helgasyni við spurningu sinni koma
'4 Sjá: http://wvrw.euronet.n1/users/e_wesker/ew@shell/API-prop.html [sótt 5.
nóvember 2007].
Sjá Auðunn Arnórsson: „Gagn og ógagn ‘alarmisma’", FréttablaSið 8. apríl 2008,
bls. 16; og Steinunn Stefánsdóttir: „Að hafa vaðið fyrir neðan sig“, Fréttablaðið 9.
apríl 2008, bls. 16.
'6 Umræður í Síðdegisútvarpi Rásar tvö í Ríkisútvarpinu þriðjudaginn 8. apríl 2008.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ítrekað haldið því ffam að frá 1998 hafi
hitafar í heiminum staðið í stað, þvert á það sem meðaltalsmælingar sýna. Þetta
er ein algengasta staðhæfing „efasemdarmanna“ síðusm misserin, en henni hefur
iðulega verið svarað. Sjá t.d. „Did global warming stop in 1998?“ á vefsíðunni
Skeptical Science: Examining the science of global warming skepticism: http://www.
skepticalscience.com/global-warming-stopped-in-1998.htm [sótt 2. desember
2008]. Af greinum sem taka undir sjónarmið Hannesar má t.d. nefna „There
IS a problem with global warming... it stopped in 1998“ eftir Bob Carter frá
9. apríl 2006. Sjá Telegraph Media Group: http://www.telegraph.co.uk/opinion/
main.jhtml?xml=/opinion/2006/04/09/do0907.xml&sSheet=/news/2006/04/09/
ixworld.html [sótt 2. desember 2008].