Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 139
SMALAKROKAR
vitund vora. Mér virðist sem íbyggni vitundarinnar geri að verkum að
hún gangi úr greipum þeim sem reynir að hlutgerva hana. Leggja mætti út
af goðsögunni um Dafiie sem flúði með guðinn Apollon á hælunum. Hún
slapp með því að breytast í tré. Ef Dafhe er vitundin þá er tréð viðfangið
og Apoflon það sem reynir að hlutgerva vitundina (hann var guð hinnar
tæru skynsemi en hún hefur einatt verið hlutgervingarsinnuð!). Með sama
hætti á vísmdamaðurinn erfitt með að fanga vitundina með fufltingi kenn-
inga um heilann, þ.e. hlutgerva vitundina sem heilastarfsemi. Astæðan er
sú að vitundin verður ekki að fullu skihn nema með tilvísun til viðfanga
sinna. F.kki er hægt að skilja það sem gerist þegar stærðfræðingur leysir
jöfnu nema að þekkja viðfangið, stærðfræðijöfiiuna. Til að skilja ferflð
verðum við að þekkja mælikvarðana á því hvort maðurinn fari rétt að eða
ekki og þann mæhkvarða finnum við ekki í heilafrumum hans. Teldð skal
skýrt fram að það sem hér segir um viðföng, heila og stærðfræðijöfhur er
ekki ættað úr ritum Ricœurs en er tilraun mín til að gera grein íyrir meg-
inhugmyndum fyrirbærafræðinnar.
I öðru lagi er vitundin máhæns eðlis og máflð menningarafurð. Það
þýðir að við verðum að taka langan smalakrók um lendur máls og menn-
ingar til að skilja eigin vitund. I stað þess að horfa inn í vitund okkar verð-
um við að fara hinar löngu krókaleiðir táknanna.6 Að fara slíkar krókaleið-
h þýðh að maður stundi „konkret íhugun“ (hugtakið mun ættað ffá
heimspekingnum Jean Nabert). Mönnum nægir ekki að íhuga eigin vitund
heldur verða þeir að hugsa með hlutbundnum (konkret) hætti um þá mál-
rænu og félagslegu þætti sem móta vitundina. A einum stað segh Ricceur
að sjálfsvitundin verði ekki gripin nema með því að fara smalakróka um
túlkanir flfsskjala hennar, þ.e. þehra „skjala“ sem geyma upplýsingar um
hið konkreta líf hennar. Stysta leiðin ffá mér sjálfum til sjálfs mín er ógnar-
langur smalakrókur, við verðum að ferðast gegnum táknskógiim til að
finna okkur sjálf.8 A þeirri vandrötuðu leið er okkur einboðið að æja víða.
3 Ricœur, „Phenomenology and Hermeneutics“, Hermmeutics and. the Human Sciences
(þýdd úr frönsku), Cambridge: Cambridge University Press, 1981. Hugmyndin
um íbyggni vitrundarmnar er ættuð frá Franz Brentano og Edmund Husserl. T.d.
Husserl, „Phenomenology“ (þýðing úr þýsku), Jozimal of the British Soriety for
Phenomenology 2, 1971, bls. 77-90. Þessa grein má finna á Netinu.
6 Ricœur, „La question du sujet: le défi de la sémiologie“, bls. 253.
„... nous prendrons le long détour des signes.“ Ricœur, „Existence et her-
méneutique“, Le cocnflit des interprétations, bls. 22.
3 Hið hegelska við þessi rök ætti að vera lýðum ljóst. Hegel rekur slóðir andans á
leið til sjálfs sín í Fynrbitrafræði andans (Phdnomenologie des Geistes).
x37