Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 150

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 150
STEFÁN SNÆVARR sjálfsvitund, sjálf eða ég.4 Önnur mótbáran er að sá sem skoðar sjálf sitt geti ekki séð þann hluta sinn sem skoði og geti því vart sannað að hinn skoðandi hluti sé til, alla vega ekki vitað neitt af viti um hann.4s Þriðja mótbáran er ættuð ffá mér sjálfum að ég held en kann að eiga sér eldri rætur. Hún er sú að sá hluti sjálfsins sem skoðaður er sé aðeins til þegar maður er meðvitaður um hann, þegar sjálfsskoðun á sér stað (hugsanlega gæti hann verið til undir þeim kringumstæðum er maður er ekki rneðvit- aður um hann en þá í allt annarri mynd, meðtitundin kann að bretTa hon- um róttækt). Fjórða mótbáran er í anda Wittgensteins og má kalla „mína smíð“. Wittgenstein sagði að einkareynsla sem ekki er miðlanleg öðrum sé í þeim skilningi ekki möguleg að ég get ekki sagst vita neitt um innstöð- ur mínar. Staðhæfingar einar geta haff sannleiksgildi því þær má leiðrétta, ekki einkareynslu.49 Sá sem verður finir slíkri reynslu getur ekkert sagt af viti um hana,50 aðeins sýnt með atferli sínu að hann hafi orðið fi'tir slíkri reynslu. Ekki er hægt að efast um sínar eigin upplifanir en hugtakið þekk- ing á aðeins við um fallvaltar staðhæfingar. Hafi ég tannpínu og segi ég „mér er svo illt í tönninni“ þá kemur orðið „illt“ í staðinn fi rir upphrópun á borð við „æ!“. Að segja „mér er svo illt í tönninni“ er í þessu tilviki hluti af sársaukaatferlinu.'’1 Það er einfaldlega ekki hægt að beita hugtakinu „þekkingu“ á einkareynslu. Eg tel að heimfæra megi greiningu Wittgensteins upp á hugtakið urn sjálfsskoðun. Eg get ekki vitað með vissu að ég hafi stundað árangursríka sjálfsskoðun að hætti Descartes nema aðrir geti gengið úr skugga um að ég hafi beitt hugtökum eins og „sjálfsskoðun“ rétt og farið efdr reglurn 47 Til dæmis Rudolf Carnap, „Úberwdndung der Metaphysik durch logische Analyse der Sprache", Erkenntnis, 2. bindi, 1932, bls. 219-241. 48 Gilbert Ryle leikur ákveðið tilbrigði við þetta stef. Hann segir að sjálfið sé hvikult með kerfisbundnum hætti („systematically elusive“). Ryle, The Concept ofMind, Harmondsworth: Penguin, 1949, bls. 186 og víðar. 49 Wittgenstein segir þetta hvergi beinum orðum en virðist gefa sér að svo sé. En er það öruggt? Segir eklá Wittgenstein að ekki sé hægt að draga alla málnotkun upp á eina seil, að til sé mýgrútur af meira eða minna skyldum málleikjum sem lúti hver sínum lögmálum? Kannski eru dl málleikir einkareynslu sem hafa þá rnegin- reglu að menn geti haft ófallvalta þekkingu um innstöður (innri upplifanir). Þannig mætti bjarga vitundarspekinni fyrir hom. En auðvitað er ekld víst að björgunaraðgerðin heppnist. 50 Wittgenstein segir að aðrir geti vitað hvað við hugsum, ekki við sjálf! Wittgenstein, PbilosophicalInvestigations (þýdd úr þýsku), Oxford: Blackwell, 1958, bls. 222. 51 Wittgenstein: Philosophicallnvestigatiom, bls. 89 (§244—246). 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.