Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 150
STEFÁN SNÆVARR
sjálfsvitund, sjálf eða ég.4 Önnur mótbáran er að sá sem skoðar sjálf sitt
geti ekki séð þann hluta sinn sem skoði og geti því vart sannað að hinn
skoðandi hluti sé til, alla vega ekki vitað neitt af viti um hann.4s Þriðja
mótbáran er ættuð ffá mér sjálfum að ég held en kann að eiga sér eldri
rætur. Hún er sú að sá hluti sjálfsins sem skoðaður er sé aðeins til þegar
maður er meðvitaður um hann, þegar sjálfsskoðun á sér stað (hugsanlega
gæti hann verið til undir þeim kringumstæðum er maður er ekki rneðvit-
aður um hann en þá í allt annarri mynd, meðtitundin kann að bretTa hon-
um róttækt). Fjórða mótbáran er í anda Wittgensteins og má kalla „mína
smíð“. Wittgenstein sagði að einkareynsla sem ekki er miðlanleg öðrum
sé í þeim skilningi ekki möguleg að ég get ekki sagst vita neitt um innstöð-
ur mínar. Staðhæfingar einar geta haff sannleiksgildi því þær má leiðrétta,
ekki einkareynslu.49 Sá sem verður finir slíkri reynslu getur ekkert sagt af
viti um hana,50 aðeins sýnt með atferli sínu að hann hafi orðið fi'tir slíkri
reynslu. Ekki er hægt að efast um sínar eigin upplifanir en hugtakið þekk-
ing á aðeins við um fallvaltar staðhæfingar. Hafi ég tannpínu og segi ég
„mér er svo illt í tönninni“ þá kemur orðið „illt“ í staðinn fi rir upphrópun
á borð við „æ!“. Að segja „mér er svo illt í tönninni“ er í þessu tilviki hluti
af sársaukaatferlinu.'’1 Það er einfaldlega ekki hægt að beita hugtakinu
„þekkingu“ á einkareynslu.
Eg tel að heimfæra megi greiningu Wittgensteins upp á hugtakið urn
sjálfsskoðun. Eg get ekki vitað með vissu að ég hafi stundað árangursríka
sjálfsskoðun að hætti Descartes nema aðrir geti gengið úr skugga um að
ég hafi beitt hugtökum eins og „sjálfsskoðun“ rétt og farið efdr reglurn
47 Til dæmis Rudolf Carnap, „Úberwdndung der Metaphysik durch logische Analyse
der Sprache", Erkenntnis, 2. bindi, 1932, bls. 219-241.
48 Gilbert Ryle leikur ákveðið tilbrigði við þetta stef. Hann segir að sjálfið sé hvikult
með kerfisbundnum hætti („systematically elusive“). Ryle, The Concept ofMind,
Harmondsworth: Penguin, 1949, bls. 186 og víðar.
49 Wittgenstein segir þetta hvergi beinum orðum en virðist gefa sér að svo sé. En er
það öruggt? Segir eklá Wittgenstein að ekki sé hægt að draga alla málnotkun upp
á eina seil, að til sé mýgrútur af meira eða minna skyldum málleikjum sem lúti
hver sínum lögmálum? Kannski eru dl málleikir einkareynslu sem hafa þá rnegin-
reglu að menn geti haft ófallvalta þekkingu um innstöður (innri upplifanir).
Þannig mætti bjarga vitundarspekinni fyrir hom. En auðvitað er ekld víst að
björgunaraðgerðin heppnist.
50 Wittgenstein segir að aðrir geti vitað hvað við hugsum, ekki við sjálf! Wittgenstein,
PbilosophicalInvestigations (þýdd úr þýsku), Oxford: Blackwell, 1958, bls. 222.
51 Wittgenstein: Philosophicallnvestigatiom, bls. 89 (§244—246).
148