Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 151
SMALAKRÓKAR
slíkrar skoðunar. Ef ekki þá get ég ekki skorið úr því hvort ég hafi framið
eiginlega sjálfsskoðun eða ímyndi mér það bara. Sjálfsskoðun mín verður
að vera fallvölt, að öðrum kosti get ég ekki sagt neitt af viti um hana. En
aðrir geta ekki leiðrétt einkareynslu mína og því er tómt mál að tala um að
við getum í krafti sjálfsskoðunar vitað að sjálfsvitundin sé til. Og jafnvel
þótt við gætum vitað að tdtundin sé til þá hlýtur sú meinta þekking að vera
fallvölt og því ekki hægt að útiloka að sjálfsvitundin sé einhvers konar
blekking.
Bót í máfi er að leið kann að vera úr þessum ógöngum, leið sem finnski
heimspekingurinn Jaako Hintikka hefar varðað. Hann segir að hægt sé að
éta kökuna og eiga hana, sleppa sjálfsskoðun en um leið sýna ffam á að
ekki sé hægur leikur að efa tilvist sjálfsins.52 Hinn fræga rökfærsla Des-
cartes fyrir réttmætá staðhæfingarinnar „ég hugsa, þess vegna er ég tdl“ sé
ekki afleiðslurökfærsla, heldur athafnaleg (performatíf) rökfærsla. Það er
enginn röklegur galli við setninguna „ég er ekki til“ en sú athöfh að stað-
hæfa í fúlustu alvöru „ég er ekki til“ leiðir til mótsagna. Enginn getur stað-
hæft neitt án þess að vera til, athöfnin að staðhæfa „ég er ekki til“ grefur
undan sannleiksgildi setningarinnar. Sjálfsskoðun skiptir hér engu máli
eins og sést á þeirri staðreynd að við lendum í nákvæmlega sömu röklegu
kreppu er við segjum í fullri alvöru við náungann, „þú ert ekki til“. Aftur
eru engar röklegar veilur við setninguna sem staðhæfð er, en athöfhin að
staðhæfa hana skapar mótsagnir. Ég get ekki sagt neitt við annan einstak-
ling nema að gera ráð fyrir því að hann sé til. Að segja við hann „þú ert
ekki til“ rýrir setninguna inntaki. Eg segi í reynd bæði að hann sé til og
hann sé ekki til, með sama hætti og ég segi í reynd að ég sé ekki til og að ég
sé til ef ég neita tilvist mín sjálfs.
Nýta má rökfærslu Hintikka til að sanna tilveru sjálfsins. Leiðin til
þeirrar sönnunar er óbein leið, krókaleið neikvæðisins, „via negativa“, að
neita tilveru sjálfs míns leiðir til hins gagnstæða, sönnun á tilveru þess.53
Þessi greining virðist í fljótu bragði skynsamleg og má nota til að ígrunda
betur þá staðhæffngu Ricœurs að við vitum með vissu að sjálfið sé til en
ekki hvað það sé. Ekkert í rökum Hintikka hjálpar okkur til að þekkja eðh
sjálfsins en þau hjálpa okkur til að leysa þann vanda sem áhersla á sjálfs-
52 Eg geri kannski Hintikka upp skoðanir hér. Segja má að þessi staðhæfing hggi
innibyggð í rökfærslu finnska heimspekmgsins.
53 Hintikka, „Cogito ergo sum: Inference or Performance?“, í W. Doney (ritstjóri):
Descartes. A Collectíon ofCriticalEssays, London: MacMillan, 1968.
149