Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 153
SMALAKROKAR
Seint hefði Wittgenstein orðið samxnála þeim Zahavi og Damasio um
það sem ég kalla „íromsjálfHann hefði líklega sagt að vandséð sé hvern-
ig ffumsjálfið geti vitað af sér nema það hafi á valdi sínu hugtök hvers beit-
ingu aðrir geta prófað. Og er ekki þannig lagað sjálf furðu líkt venjulegri
persónu sem hfir í samfélagi? Höfum við yfirleitt nokkra ástæðu til að ætla
að til sé einhvers konar þokusjálf handan hlutbundinnar persónu með
kennitölu og allt tilheyrandi? Austurríski heimspekingurinn hefði kannski
ekki samsinnt þessum bollaleggingum. Aftur á móti er næsta víst að hann
taldi sálina málræna og fylgdi því málháttarkenningunni. Líka er líklegt að
hann hafi tahð málið vera félagslegt í eðli sínu (sú túlkun á hugsun hans er
alla vega frjó).56 Málið byggist á reglubeitingu og aðrir verða að geta met-
ið reglubeitingu okkar, annars getum við ekki vitað hvort við beitum regl-
um rétt eða ímyndum okkur það. Þannig má nota, jafhvel misnota, kenn-
ingar Wittgensteins til að styrkja þá kenningu Ricœurs að mál, sál,
menning og samfélag séu samofin. Ekki hefði sakað að Ricœur hefði svar-
að rökum gegn málháttarkenningunni, t.d. þeim rökum að mikilvægur
þáttur í þekkingu okkar sé þögull, verði ekki gripinn með orðum. Eg þekki
til dæmis andlit vina án erfiðleika en get ekki tjáð þá þekkingu í orðum svo
fullnægjandi sé.5/ Þetta þýðir að innstöður okkar eru ekki bara málræns
eða táknræns eðlis, það er einhver vídd í þeim sem er handan málsins. Það
hjálpar reyndar ekki vitundarspekinni vitund því þögul þekking gemr ekki
talist þekking nema við getum sýnt með hegðun okkar að við búum yfir
þessari þekkingu, t.d. með því að benda á tiltekið andlit o.s.frv.
Fjórði ásteytingarsteinn varðar meinta spennu milli samhljóms og mis-
hljóms og frásöguna sem móteitur gegn henni. Svo virðist sem Ricœur
telji að þess lags spennu sé aðeins að finna í sjálfsemdinni. En er ekki
56 Túlkun sú kallast „félagsviðhorfið“ (e. the community view) og er varin m.a. af
norska heimspeldngnum Harald Grimen, „Kommentar til Olav Gjelsvik“, í Har-
ald Grimen og Karl Knapskog (ritstjórar); Teori og narrasjon, Bergen: Ariadne, bls.
258-269. Ýmsir hafa andæft félagsviðhorfinu, t.d. John McDowell. Hann virðist
telja að sjálfsskoðun geti vel átt sér stað þótt aðrir geti ekki leiðrétt mögulegar
villur við þá iðju. En þau hugtök sem beitt er við sjálfsskoðun verða að vera þess
eðlis að inntak þeirra sé öðrum skiljanlegt og aðrir menn geti beitt þeim. Athugið
að McDowell viðurkennir eftir sem áður nauðsyn þess að félagslegur þátmr sé í
greiningunni. McDowell, „One Strand in the Private Language Argument“,
Mind, Value and Reality, Cambridge, Massachussetts og London, Englandi: Har-
vard University Press, bls. 290.
57 Þessi rökfærsla er ættuð frá Michael Polanyi. Polanyi, Personal Knowledge, Chi-
cago: The University of Chicago Press, 1958.