Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 4
INNLENT
I þessu Þjóðlífi
Grandi skuldum vafinn. Frásögn
og viðtöl um stöðu stærsta útgerðar-
fyrirtækis í Reykjavík ................ 7
Þjóðhátíðarsjóður er að þurrkast upp .. 13
Rannsóknarlögreglan tölvuvæðist.
Er brotalöm í lögum um skráningu á
upplýsingum um einkahagi fólks?....... 14
Jafnréttisráð hafði í ýmsu að
snúast á síðasti ári ................... 15
Fjárfestingafélagið tapar milljónum
vegna verðlausra kaupsamninga sem það
keypti af byggingafélaginu Þverási .... 16
Uppstokkun í atvinnulífinu. Umrót hjá
mörgum fyrirtækjum ..................... 17
Atvinnumenn snúa aftur. Spáð í
íslandsmótið í knattspyrnu............ 18
Umdeild ráðning í stöðu
þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli ........ 20
Grandi í ólgusjó.................
Hneykslismál hefur velgt stjórnendum
Granda undir uggum upp á síðkastið. En
fyrirtækið er líka skuldugt upp fyrir haus og
ýmsir hafa efasemdir um reksturinn. Grandi
skuldaði 1358 milljónir um síðustu áramót —
þar af námu erlendar skuldir 600 milljónum.
Margir telja að grípa þurfi til víðtækra ráð-
stafana en Brynjólfur Bjarnason forstjóri tel-
ur að dæmið gangi vel upp. Nú hefur verið
ákveðið að auka hlutafé um 150 miiljónir, en
óvíst er hver kaupir. Stærsti hluthafinn —
Reykjavíkurborg — hefur ekki áhuga.
7
Rannsóknarlögreglan tölvuvæðist ....................... 14
Rannsóknarlögreglan er nú að láta vinna
fyrir sig forrit vegna tölvuvæðingar. Eftirlit
tölvunefndar nær ekki til lögreglunnar. Er
stóri bróðir kominn á kreik?
ERLENT
Asía
Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar
um voldugar konur í Asíu............ 25
Svíþjóð
Græningjar gera usla................ 29
Frakkland
Hægri öfgamaðurinn Le Pen fær
fylgi frá kommúnistum .............. 30
Bandaríkin
Jón Ásgeir Sigurðsson skrifar:
Jesse Jackson ...................... 32
Umdeild ráðning þjóðgarðsvarðar............. 20
Jafnréttisráð hefur kveðið upp þann úrskurð
að ráðning Stefáns Benediktssonar, fyrrver-
andi þingmanns Bandalags jafnaðarmanna, í
stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli hafi brot-
ið í bága við lög um jafna stöðu karla og
kvenna. Gengið var framhjá fólki með
menntun og reynslu á sviði náttúruverndar. í
kjölfar málsins hafa vaknað efasemdaraddir
um hvernig Náttúruverndarráð er skipað.
Vestur-Þýskaland
Arthúr Björgvin skrifar um stórsigur
sósíaldemókrata í Slésvík og sigurveg-
arann Björn Engholm sem var í Þjóð-
lífsviðtali í janúar................ 34
MENNING
„Sá fyrir mér engilbjartan skratta“.
Frásögn af nýju sjónvarpsleikriti og
viðtal við Kristínu Jóhannesdóttur .... 35
Skák
Meistararnir gömlu fara á kostum...... 38
Fólkinu mínu þarf að líða vel. Viðtal við
Sæmund Valdimarsson myndlistarmann 40
Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar
um tungumáladeilur í Finnlandi ........ 42
Pasturslítil kona — móðir skáldsins.
Um brunnin bréf Jóhanns
Jónssonar og fleira.................... 46
Myndlist .............................. 48
Voldugar konur í Asíu ...
Jóhanna Kristjónsdóttir sem er einn víðförl-
asti blaðamaður landsins skrifar um valda-
miklar konur í Asíu. Þær hefjast til valda sem
ekkjur eða dætur myrtra stjórnmálaleiðtoga.
Hver eru úrræði þeirra og hvernig er þeim
tekið af rótgrónu karlaveldi?
Jóhanna var nýlega á ferð í Bangladesh og
hefur hitt margar kvennanna sem hún skrifar
um.
Engilbjartur skratti Kristínar Jóhannesdóttur ... 35
Kristín Jóhannesdóttir er höfundur um-
deildra kvikmynda. Á næstunni verður sýnt
sjónvarpsmynd hennar Glerbrot sem byggt
er leikriti Matthíasar Johannessen um
Bjargsmálið. í myndinni reynir Björk Guð-
mundsdóttir söngkona Sykurmolana fyrir
sér í fyrsta sinn sem leikari. „Hún er leikari
af guðs náð“ segir Kristín.
4