Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 7

Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 7
INNLENT Gamla Bæjarútgeröin. Erfiðleikarnir eru ekki hvað síst raktir til sameiningarinnar við ísbjörninn fyrir tveimur árum. Skuldum vafinn Grandi Skuldar yfir 1380 milljónir króna . Söfnuðu skuldum fyrir tugi milljóna í fyrra meðan „mesta góðærið ríkti“. Fyrirmyndar- fyrirtækið komið undir mæliker gagnrýninnar. Skuldir Granda hf nema samkvæmt árs- reikningi félagsins rúmum 1387 milljónum króna (1.3.872.217), en eigið fé fyrirtækisins nemur 623.6 milljónum króna. Nú hefur fyrirtækið verið starfandi undir stjórn nú- verandi forsvarsmanna í rúmlega tvö ár, en Grandi var eins og kunngt er stofnaður með samruna ísbjarnarins og BÚR á sínum tíma. Þegar fyrirtækin voru sameinuð voru margir þeirrar skoðunar að skynsamlega hefði verið staðið að málum. Upp væri risið nýtt og öflugra útgerðarfyrirtæki í Reykjavík í stað þeirra tveggja erfiðu fyrirtækja sem lögð voru niður. Nýir stjórnendur með Brynjólf Bjarnason í broddi fylkingar þóttu líklegir til að feta nýjar slóðir í þessari hefð- bundu undirstöðugrein og margir bundu vonir við þennan rekstur. Gagnrýnendur voru hins vegar þeirrar skoðunar að í raun væri verið að bjarga voldugri fjölskyldu í Sjálfstæðisflokknum, fjölskyldu Ingvars Vil- hjálmssonar sem átti ísbjörninn og stóra hluti í Olís. Sjálfstæðisflokkurinr. hefur á marksvissan hátt tileinkað sér Granda og gárungarnir segja að Grandi hafi tekið við af Hafskip sem fyrirmyndarfyrirtækið sem Morgunblaðið vitnar til af sérstakri velþóknun. Brynjólfur forstjóri var áður framkvæmdastjóri Al- menna bókafélagsins og er í stjórn Árvakurs, sem gefur Morgunblaðið út. En upp á síð- kastið hafa efasemdir tekið að hrjá velunn- ara sem aðra um ágæti rekstursins á Granda. 7

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.