Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 8

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 8
INNLENT Upplýsingarnar um bílakaup fyrir stjórnar- formann félagsins, samfara fregnum um hallarekstur og uppsagnir hafa einnig hleypt illu blóði í marga aðstandendur. Eftir aðal- fund fyrirtækisins urðu ársreikningarnir einnig ýmsum tilefni til efasemda um rekst- urinn. Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins spurðist fyrir um stöðu Granda í borgarráði þegar í febrúarmánuði. „Borgarstjórinn bað mig þá um að bíða vegna aðalfundarins sem haldinn var í mars. Eftir aðalfundinn lét borgarstjórinn sem allt léki í lyndi bæði á borgarráðsfundi og á borg- arstjórnarfundi. Síðan gerði ég sérstaka fyrirspurn um málið, þar sem sagði m.a. að skuldir fyrirtækisins hefðu hækkað um 67 milljónir á sl. ári og í raun hefði orðið 172 milljón króna tap á Granda og spurning hve- nær fyrirtækið þyrfti að selja næsta skip vegna rekstrarerfiðleika.Þessa bókun lagði ég fram daginn áður en Grandi sagði upp milli 50 og 60 manns", sagði Alfreð Þor- steinsson. I framhaldinu lagði Alfreð franr fyrirspurn um viðbrögð borgarstjóra, hvort borgin ætl- aði að auka hlutafé í fyrirtækinu, og ef það yrði gert hvort væri nokkur eðlismunur á slíku og beinu framlagi til BÚR á sínunr tíma. A borgarráðsfundi þriðjudaginn 3. maí svaraði borgarstjóri, og kvað borgina ekki hafa nein áform uppi um aukningu hlutafjár í Granda. Rekstrarerfiðleikar í fiskvinnslu eru víða mjög miklir og hafa orðið þyngri í skauti fyrirtækjanna á þessu ári. Grandi er t.d. tal- inn vera í þeirri stöðu að geta ekki greitt niður lánin sem hvíla á fyrirtækinu. Fyrir- tækið safni einfaldlega skuldum. Þetta hái fyrirtækinu, þannig að það geti ekki fjár- magnað nauðsynlegar endurbætur t.d. á skipum. Viðbrögðin fram að þessu hafi verið þær að segja upp fólki og selja eignir. Brynj- ólfur Bjarnason telur hins vegar að skulda- staðan sé mun skárri en aðrir heimildamenn Þjóðlífs í sjávarútvegi vilja meina. Skipasala Grandi og BÚR undir stjórn Brynjólfs, hefur selt þrjú skip á síðustu þremur árunr og eitt verður selt á þessu ári. „Mesti skipasali landsins", segja gagnrýnendur um Brynjólf. Skipin sem Grandi á eftir eru við aldur og þarfnast endurbóta. Nýverið seldi Grandi togarann Ásþór á 130 milljónir til Grindavíkur. Þótti mörgum sem óeðlileg leynd hvíldi yfir sölunni. Togar- inn var ekkert auglýstur og telur Alfreð Þor- steinsson að hér hafi nrjög óeðlilega verið staðið að málum; fjöldi byggðarlaga hefði haft áhuga á að kaupa skipið með tilheyrandi kvóta og hægt hefði verið að fá 20 til 30 milljónum króna meira fyrir það á almenn- um markaði. Reyndar segja gagnrýnendur að almennt hvíli leynd yfir starfsemi fyrir- tækisins. Varðandi skipasöluna á Ásþóri segja sumir að skipið hafi verið selt á raun- virði; skip hafi almennt farið lækkandi upp á síðkastið. En sé það rétt er það heldur ekki til að styrkja eiginfjárstöðu Granda. í því sambandi má minna á, að lækkandi heims- markaðsverð á flutningaskipum var á sínum tínra talin ein helsta skýring á óförum Haf- skips hf. Erfiðleikar — arfur frá sameiningu Margir telja að rekstrarerfiðleikana og stöðu Granda megi rekja til sameiningarinn- ar fyrir rúmum tveimur árum. í orðaleik er sagt að Davíð hafi náð ísbirninum í Búrið, en húnarnir hafi sloppið. Staðið hafi verið að sameiningunni þannig að hún hafi verið sem hagkvæmust fyrir ísbjarnarmenn en BÚR og borgin hafi fengið skellinn. Allt hafi verið gert til að bæta hag ísbjarnarmanna. I sameiningunni var talað um 4% vexti af skuldum Granda en reyndin varð sú, að vextir urðu 15% árið 1986 og 15% 1987, þannig að fjármagnskostnaður varð mun Davíð Oddsson: Skipaði sjálfur fulltrúa borgarinnar í stjórn Granda. Fuiltrúar minnihlutans fá fréttir af fyrirtækinu fyrst ífjölmiðlum. Um bílakaupin handa Ragn- ari Júlíussyni sagði Davíð: Eðlilegt og alsiða. meiri en reiknað hafði verið með. Sam- kvæmt heimildum Þjóðlífs var einnig gerð skýrsla, þar sem sagði að vextir af skuldun- um sem Grandi yfirtók yrðu 15% frá byrjun, sem þýddi að reksturinn gæti aldrei borið sig ineð þeinr skuldum sem fyrirtækið tók á sig í byrjun. Þann 13. nóvember 1985 var Grandi stofn- aður með sameiningu BÚR og Isbjarnarins með 200 milljónum króna í hlutafé. Fjórum dögum síðar er búið að færa upp eignir Granda í 493 milljónir. „Einsdæmi í fyrirtækjasögu á íslandi að eiginfé hafi hækk- að um 73 milljónir á dag“, sagði heimilda- maður um þetta atriði. Hlutaféð var inn- borgað með skuldum og eignum. Forsvars- menn fyrirtækisins kváðu Granda búa við trausta eiginfjárstöðu. en traust eiginfjár- staða skiptir ekki máli ef fyrirtækið getur eftir sem áður ekki borgað skuldir. Við sameininguna átti BÚR 75% í fyrir- tækinu, ísbjarnarbræður 17% og Olís 7.5% (í þann tíð áttu Isbjarnarmenn í Olís). BÚR var selt inn í Granda á 400 millljónir, með 4 togara sem allir voru í lagi. Í upphafi voru skuldir Granda 100 milljónir á bak við hvern togara frá BÚR. Úm síðustu áramótin voru skuldir Granda á bakvið hvern togara um 210 milljónir króna. Sífellt minna fyrirtæki Þegar Grandi var stofnaður kvaðst Davíð Oddsson og borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykavík vera að setja á laggirnar eitt stórt og voldugt fyrirtæki upp úr tveimur. En stað- Hver kaupir aukið hlutafé? Á aðalfundi Granda var samþykkt að auka hlutaféð um 150 milljónir króna. Þar sem borgin hefur ákveðið að auka ekki hlut sinn er óljóst hverjir muni kaupa. „Tíminn á eftir að leiða það í ljós“, sagði Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri þegar hann var spurður um þetta atriði. Hann kvað stjórn fyritækisins eiga eftir að taka ákvörðun um það hvernig hún fer í söluna á hlutafénu. í ársreikningum fyrir 1987 kemur fram í skýringum að hlutaféð hafi verið aukið á síðasta ári um 6.4 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa, og að seld hafi verið hlutabréf að nafnvirði 5.5 mill. fyrir um 12.4 mill. en hins vegar segir ekkert um hver keypti. Jón G. Tómasson borgar- ritari og endurskoðandi fyrirtækisins upplýsti í samtali við Þjóðlíf, að þessi aukning hafi verið tengd atriðum sem fram komu vegna uppgjörs, þar sem í ljós kom að lóð í eigu BÚR hafði ekki verið metin. Jón kvað borgina ekki hafa þurft að greiða krónu, og til einföldunar hefði verið ákveðið að auka hlutaféð til sam- ræmis og hlutur borgarinnar umreiknað- ur í sama hlutfalli og áður. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.